Heimilisblaðið - 01.01.1977, Qupperneq 3
Eru meginlöndin á reki?
EFTIR RUTHERFORD PLATT
Einhver stórkostlegasta og umdeildasta
kenning jarðfræðinnar hefur á undanförn-
um árum iilotið öflugan stuðning. Það er
sú kenning þýzka jarðfræðingsins Alfreds
Wegeners, að meginlönd hnattarins hafi
einhverju sinni verið eitt stórt meginland,
sem klofnað hafi í nokkra hluta fyrir
hundruðum milljóna ára og síðan smá-
brotnað í þau landflæmi, sem nú myndi
hinar ýmsu heimsálfur og séu alltaf að
fjarlægjast. Wegener áleit, að Áfríka hefði
á sínum tíma verið á suðurpólnum, og mæl-
ingar hans leiddu í ljós, að Norður-Amer-
íka og Grænland væru á sífelldri hreyfingu
til vesturs.
Þar til fyrir tiltölulega fáum árum voru
staðhæfingarnar gegn hinni 60 ára gömlu
kenningu a. m. k. jafn veigamiklar og
hinar sem studdn hana, en náin rannsókn
allra þeirra heimilda sem samansöfnuðust
á hinu alþjóðlega jarðfræðiári, hafa veitt
henni nýjan liðsstyrk.
Wegener hélt því fram, að meginlöndin
væru gerð úr bergtegundum með hærra
brennslumarki en þau jarðlög sem dýpra
lægju, þannig að meginlöndin og hinar
stóru meginlandseyjar gætu flotið á heitu
hraunlaginu eins og ísjakarnir á höfun-
um. Hann vakti athygli á því, að enn væri
hægt að fá meginlöndin til að falla hvert
að öðru eins og hluta í raðspili. Vestur-
strönd Afríku kemur heim við austur-
strönd Suður-Ameríku, þar sem bungan á
Brasilíu fellur inn í Guinea-flóann eins
og fótur í fit. Sömuleiðis er hægt að láta
strendur Evrópu og Norður-Ameríku falla
saman, ef maður hnikar meginlöndunum
örlítið upp á við — og ef að meginlöndin
fljóta þannig eins og tvíbökur á heitri
mjólk, þá er mjög sennilegt, að þau hreyf-
ist einmitt eftir vissu lögmáli möndul-
snúnings jafntframt skilnaðar-hreyfing-
unni.
I dag eru úthöfin sundurhlutuð af fjalla-
hryggjum, sem eru álíka gamlir ailir jarð-
fræðilega og uppbyggðir á samskonar
hátt; fjallakeðjur þessar eru líkt og sund-
urskornar hver frá annarri eftir endi-
löngu. Það á t. d. við um landfjallahryggi
Brasilíu og Vestur-Afríku. Og hin fornu
Appalacher-fjöll, sem í dag enda skyndi-
lega í Nova Scotia, virðast halda áfram
í Nýfundnalandi, Grænlandi, írlandi og
Skotlandi.
Einnig hefur dýrafræðin leitt í ljós ýmis
sönnunargögn fyrir kenningum Wegen-
ers. I Suður-Ameríku og Afríku — en
hvergi annarsstaSar á jörSunni — fyrir-