Heimilisblaðið - 01.01.1977, Blaðsíða 8
út, svo illa vaxin sem hún er, með axlir
eins og kampavínsflaska, og’ ljótar og illa
hirtar tennur. Hún hlær alltof hátt og of
oft, og svo er hún utan í öllum. Hún hef-
ur ekki hugmynd um, hvað sæmir í um-
gengni við fólk. Ef ég væri Henri, þá
myndi ég ekki einu sinni líta í áttina til
hennar, og ég myndi gera mér far um
að vera alls ekki bendlaður við hana. Hún
er í stuttu máli sagt ein lítil gæs.
Sunnudagurinn 17. maí.
1 mínum augum er Henri hinn fullkomni
ungi maður. Ég er nú orðin nokkurnveg-
inn viss um, að hann er ástfanginn af mér
og nýtur þess að vera í návist minni. Um
daginn vorum við á Vorsýningunni sam-
an, og þar ræddum við um ítalska list.
Hann hefur mætur á Botticelli og Chir-
landajo, en ég held mest upp á Bartolom-
meo og del Sarto. Ég held næstum, að
mér hafi tekizt að sannfæra hann um,
að mitt sjónarmið er réttara, og ég var
meira en lítið hreykin, þegar hann lagði
handlegginn yfir öxl mína og sagði: „Þér
eruð eins falleg og þér eruð menntuð,
kæra Coletta."
Þetta gæti nú litið út eins og hver önnur
kurteisi, en það — hvernig hann sagði
þetta, og hvernig augnaráðið var um leið
. . . ! Ég beið eftir því, að hann játaði
þetta allt á hverri stundu, en hann gerði
það ekki, og ég býst við því, að það stafi
einungis af því hversu óframfærinn hann
er að eðlisfari, þrátt fyrir alla sína heims-
frægð.
Fimmtudaginn 28. maí.
Var í tennis í dag, en það var óvenju
leiðinlegt. Henri kom ekki. Hann er í bíla-
leiðangri suður á Ttalíu ásamt vini sínum.
En hann hefur ekki gleymt mér. Hann
hefur sent mér póstkort frá öllum þeim
borgum og bæjum, sem hann hefur komið
til. Solange var að hampa einu korti sem
hún hafði fengið frá honum, eins og ein-
hverskonar sigurtákni! Það var undir-
skrifað m.eð „beztu kveðjum“ eins og kort-
in mín, en merkingin á bakvið þau orð er
öll önnur en hún heldur, veslingurinn; ég
vorkenni henni, að hún skuli gera sér ein-
hverjar grillur um hjónaband með Henri.
Að vísu er hann bæði frjálslyndur og
alþýðlegur, en ég býst ekki við því, að
hann fari að velja sér dóttur óbreytts
handiðnaðarmanns, sem ekkert á, og
hvorki er fín í tauinu né af sjálfri sér.
Hún kom til mín og sagði . . . rauð í
framan . . . drottinn minn: „Ég held bara,
að honum þyki pínulítið vænt um mig.“
— „Jæja,“ svaraði ég kæruleysislega. En
þetta fór í taugarnar á mér, svo ég bætti
við: „Hvers vegna heldurðu það?“
„Æ, af ýmsu. Til dæmis tók hann undir
handlegginn á mér, þegar við fórum sam-
an af tennisvellinum um daginn.“
Mig langaði mest til að biðja hana að
halda sér saman og vera ekki með þessi
ósannindi. Hann hefur örugglega ekkert
langað til að sýna sig með henni, nema þá
kannski af einskærri vorkunnsemi og góð-
mennsku. Sannleikurinn er víst sá, að hún
hefur hengt sig á hann; hún er ein af
þessum stelpum, sem gefa undir fótinn
og láta alla kyssa sig hvenær sem er.
En önnur áhugamál hefur hún ekki, vesl-
ingurinn; hún getur ekki tekið þátt í venju-
legu samtali, svo ómenntuð og fávís er hún.
Mánuduagwrinn 1. júní.
Ég hef fengið kort frá Bordeaux. Henri
segist koma til Parísar á mánudaginn.
Eftir að ég hitti Solange hef ég verið í
slæmu skapi. Karlmenn eru stundum hrifn-
astir af heimskum stelpum, en ég get þó
ekki trúað því, að Henri hafi svo slæman
smekk. Pabbi spurði, hvort ég væri eitt-
hvað lasin, og mamma hafði við orð, að
ég væri svo súr á svipinn, að ætla mætti
að ég hefði nærzt á ediki dögum saman.
Ég get ekki hætt að hugsa um framkomu
Henris við Solange; hann hefur bara verið
8
HEIMILISBLAÐIÐ