Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 4
finnast náskyldar tegundir af naggrísum,
chinchillu (einskonar héramús), vissar
tegundir skógasnigla og risavaxnar sand-
eðlur, sem verpa eggjum sínum í hvít-
mauraþúfur. Allir fiskar og vatnadýr Suð-
ur-Ameríku eiga nána ættingja í Afríku;
sem dæmi má nefna rafmagnsálinn og
lungnafiskinn, sem rekur hausinn upp úr
forarvilpunni til að anda. Ef að aldrei hafa
verið nein tengsl milli þessara heimsálfa,
er mjög erfitt að skýra það, hvers vegna
þessar geysisérkennilegu dýrategundir
geta verið beggja vegna Atlantshafsins.
Hinir einörðu andstæðingar kenningar-
innar benda aftur á móti á möguleikan-
um á einskonar landbrúm, svipuðum þeim
tanga eða eiði, sem eitt sinn tengdi Asíu
við Norður-Ameríku þar sem nú er Ber-
ingssund. En það er bara ekkert, sem
bendir til þess, að nokkru sinni hafi verið
um að ræða landbrú af slíku tagi milli
Afríku og Suður-Ameríku. Gegnum Norð-
ur- og Suður-Atlantshaf liggur hinsvegar
neðansjávarfjallgarður, sem fellur á
merkilegan hátt saman við strendur heims-
álfanna beggja vegna við, hvað stefnu
snertir. Ekki er til nein viðhlítandi skýr-
ing á tilkomu þessa fjallgarðs, en menn
hafa sett hann í samband við allt það stór-
fenglega jarðrask, sem orðið hefur, þegar
meginlöndin tvö greindust hvort frá öðru.
Grasafræðingar hafa einnig sitt af
mörkum að leggja varðandi landrekskenn-
inguna. Prófessor Ronald Good, sem áð-
ur starfaði við British Museum, hefur í
hinu sígilda verki sínu, Landafræöi blóm-
'plantnanna, komizt svo að orði: „Meðal
plöntu-landfræðinga ríkir næstum það
samróma álit, að núverandi landfræðilega
skiptingu plöntui'íkisins sé aðeins hægt að
skýra með því, að núverandi meginlönd
jarðarinnar hafi endur fyrir löngu verið
öll eitt og sama meginlandið."
Eg hef sjálfur orðið vitni að þessum
plöntufræðilegu sönnunum. 1 gilskomingi
einum á Grænlandi, 500 ldlómetrum fyrir
norðan heimsskautsbaug, kom ég auga á
þunn lög flögusteins, sem féllu hvert frá
öðru eins og blöð í bók. Á næstum öllum
þessum steinflögum voru afþrykk plöntu-
leifa — t. d. vængjuð fræ álmtrésins og
blöð af mösurviði og öðrum þeim trjám,
sem aldrei hafa lifað á köldu heimsskauta-
svæðinu, en vaxa hinsveagr í hinum tempr-
uðu skógum Norður-Ameríku.
I Grænlandi fann ég einnig dæmi um
sérkennilega plöntu af Saxifraga- (stein-
brjóts-)ætt, sem fyrirfinnst líka hinum
megin á hnettinum — hátt í hlíðum Hima-
laya. Þessi einstæða planta æxlast ekki
gegnum fræ, heldur skríður hún um, ef
svo má að orði komast, með því að skjóta
frá sér hliðaranga, einskonar litlum lauk.
Með tíð og tíma getur hún þannig lagt
að baki þúsundii’ kílómetra með sínum
tíu sentimetra löngu „skrefum" í senn,
en varla getur hún þó hafa tekið undir
sig stökk þvert yfir úthöfin!
Athuganir sem slíkar geta bent til þess,
að Norður-Ameríka og Grænland hafi ein-
hverju sinni verið tengd Evrópu og Asíu,
en orðið viðskila og þokazt til vesturs,
þar sem Grænland hafi „strandað“ um
sinn, en Ameríka haldið förinni áfram.
Fyrir um 200 milljón árum þokaðist
hin reginefldasta af öllum ísöldum frá
suðurpólnum norður á bóginn. Ruðnings-
steinar, jökulöldur og núningsrákir segja
okkur, að jökulísinn hafi þakið Suður-
Ameríku alla leið upp að miðbaug og einn-
ig hulið Ástralíu vestanverða og Indland.
Samt hafa jöklarnir ekki getað þrengt
sér gegnum hitabeltishluta Suður-Amer-
íku eða komizt yfir miðbauginn til Ind-
lands. Við miðjarðarlínuna er stöðugur
hiti vegna óaflátanlegs sólskins, og ísinn
hefði bráðnað. Hin eina lausn gátunnar
er sú, sem Wegener kemur fram með:
Suðurheimsskautslandið, Indland og Ástr-
alía hafa ekki alltaf verið þar sem þau
eru nú. Þau hafa þokazt til á yfirborði
hnattarins, og þau hljóta að hafa verið
4
HEIMILISBLAÐIÐ