Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 6

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 6
og mælingar í Suður-Afríku benda til þess, að Afríka hafi þokazt þvert yfir suður- skautið einhvemtíma frá því fyrir um 300 milljón árum.“ En hvers vegna eru meginlöndin á þessu flakki? Áður fyrr þekkti maður ekki nokkurt afl, sem gæti hugsanlega verið nógu sterkt til að hnika heimsálfunum, en nú hefur það þó verið uppgötvað. Það hefur verið nefnt konvektions-aflið á erlendum mál- um, og það er einskonar hitabylgja, sem fær smæstu eindir sem hún berst um til að hreyfast í sömu átt og hún sjálf gerir. Geislavirknin í innstu lögum jarðarinnar kemur bylgju þessari af stað. Hún berst frá sjálfum kjarnanum gegnum hið 3000 km þykka Bary-lag, sveigir svo við jarð- skorpuna og heldur áfram meðfram henni unz hún hverfur aftur til kjarnans og hef- ur þannig lokið hringrás sinni. Fyrirbær- inu má e. t. v. bezt líkja við risavaxið hjól, sem hverfist innan í jörðinni og hreyfir yfirborð hennar með sér um leið og það strýkst við það innanfrá; þokar því þannig smám saman til. Það mun taka langan tíma að fulh'ann- saka og dæma allar þær athuganir sem gerðar voru á alþjóðlega jarðfræðiárinu, en allir vísindamenn — að undanskildum sárafáum sérvitringum — virðast styðja landrekskenninguna nú orðið. En hvert eru þá meginlöndin að fara, og hversu hratt hreyfast þau? Ekki get- um við svarað því, því að hin furðulega sigling þeirra er háð duttlungum konvek- tions-aflsins og jafnframt af óútreiknan- legum afleiðingum eldgosa, sem öðru hverju setja göt á hina þunnu skorpu yfir- borðsins. Hinar steinrunnu segulnálar benda hinsvegar til þess, að á undanförn- um 55 milljón árum hafi Norður-Ameríka fjarlægzt Evrópu um 4500 kílómetra — og það svarar til u. þ. b. átta sentímetr- um á ári. Allt bendir til þess, að hraðinn sé alltaf sá sami, þannig, að ef hann fer ekki að aukast neitt geysilega frá ári til árs, er ekki mikil ástæða til taugaveikl- unar af þessum sökum! & — Ástin mln, sagði hún, þegar við erum gift fœrðu konu í húsið, sem veit hvernig á að búa til matinn. — Er það, svaraði hann. Það eru góðar fréttir. Ekki hafði ég hugmynd um að þú kynnir að matbúa. — Ég kann það ekki heldur, en hún mamma ætlar að búa hjá okkur. Norðlenzkur bóndi er sagður hafa skrifað verzlun einni eftirfarandi bréf: „Gerið svo vel að senda mér bensínvél eins og þá, sem sýnd er 1 bæklingi yðar á blaðsíðu 59, og ef hún er í lagi þá sendi ég yður ávísun um hæl.“ Verzlunin svaraði strax: „Gerið svo vel að senda okkur ávísunina sem þér talið um og ef hún er í lagi, sendum við vélina um hæl.“ & Skotinn kom inn á gistihúsið og spurði hvað her- bergisleigan væri há. Honum var sagt að herbergin á fyrstu hæð kostuðu 4 dollara, á annarri 3 dollara, á þriðju hæð 2 dollara og á fjórðu hæð einn dollar. Eftir að hafa hugsað sig um stundarkorn, sneri Skot- inn sér við og gekk i áttina til dyranna. Gistihús- vörðurinn kallaði á eftir honum og spurði hvort hon- um þætti leigan of há. — Nei, svaraði Skotinn, það er húsið sem er ekki nógu hátt. & Skáldið: Ætti ég að hætta að yrkja ljóð? Útgefandinn: Nei, þér skuluð heldur byrja á því. & Frægur leikari um fimmtugt giftist tvítugri dans- mær. — Þetta er vitfirring, sagði vinur hans. Þegar hún sendutr á fertugu ert þú orðinn sjötugur, — og hvað ætlarðu þá að gera? — Ná mér í aðra tvituga! ökuskírteini vegna sjóndepru, ekki satt? Augnlæknirinn: Þér efist um, að þér getið fengið Sjúklingurinn: Jú. Augnlæknirinn: Jæja, lítið þér hérna út um glugg- ann og segið mér, hvort þér getið lesið númerið á bílnum þarna. Sjúklingurinn: Hvaða bíl? 6 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.