Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 14
ur í hendina á Alec og' hypjaðu þig burtu.“
Enginn af áheyrendunum hafði minnstu
hugmynd um, hvað sheriffinn meinti með
dylgjum sínum um gráa hestinn — en það
var nægjanlegt til þess að harðlæsa munn-
inum á Johnson. Hann olnbogaði sig með
McGregor á hælunuin út úr mannþröng-
inni og hvarf skömmu síðar inn í hótelið
neðar í götunni. Eftir var nú aðeins ungi
maðurinn sem miðdepill fyrir athygli allra,
en sheriffinn var ekki seinn á sér að beina
forvitninni í aðrar áttir.
„Hvyss . . . hvyss!“ sagði hann eins og
hann væri að banda frá sér kjúklingum.
,,Ég þarf að tala nokkur orð við unga
manninn hérna. Þið hinir getið farið héð-
an.“
Mannþyrpingin dreifðist, en frá vegg-
svölum. hótslsins fylgdust menn með, hvað
gerðist í málinu.
Sheriffinn hvessti augun á unga mann-
inn, sem stóð nú einr. eftir.
„Hvað ei-tu gamall, drengur minn?“
„Tuttugu og þriggja ára.“
„Tuttugu og þriggja ára? Sjáum til!“
Sheriffinn hló lágt eins og svarið skemmti
honum sérstaklega vel „Og hvað heitir
þú þá ?“
„Thomas Converse,“ svaraði ókunni
maðurinn.
„Thomas Converse! Það var undarlegt
nafn. Komdu hingað upp til mín og fáðu
þér sæti og hvíldu þig stundarkorn, dreng-
ur minn. Hvaðan kemur þú?“
„Ég er langt að kominn,“ sagði hann
og hallaði sér aftur á bak í stólnum.
Sheriffinn brosti. Allt í einu rétti hann
fram skjálfandi hendina.
„Lofaðu mér að líta sem snöggvast á
byssuna þína, vinur minn.“
Tom Converse kipptist við. „Ég geng
aldrei með byssu á mér,“ sagði hann.
„Jæja — jæja,“ sagði sheriffinn og
hnyklaði brýnnar. „Maður eins og þú þarft
ekki á byssu að halda, það er mikið rétt,
en þú mundir nú samt sem áður heldur
vilja koma á mannamót fatalaus en
skammbyssulaus. Láttu mig sjá hana.“
Það var einhver valdsmannssvipur yfir
gamla manninum, sem Tom Converse vildi
ekki þrjóskast við. Eftir augnablik tók
hann fram skammbyssu, sem ekkert hafði
borið á fram að þessu. Hvar skammbyss-
an hafði verið geymd, var ráðgáta, því
að hreyfingin, sem eigandinn notaði til
þess að ná í hana með, var snöggari en
leiftrið. Það rumdi ánægjulega í sheriff-
anum.
„Þú hefur mikla ánægju af þessu,“ sagði
hann. „Af hverju stafar það? Ertu vanur
að gang um og skjóta fólk með þessari
þarna ?“
Blóðið hljóp fram í kinnarnar á unga
manninum, og hann deplaði augunum. „Ég
hef aldrei skotið mann,“ sagði hann. „Og
ég vona, að ég neyðist aldrei til að gera
það.“
Það var bæði strangleiki og alvara í svip
sheriffans.
„Ég ætti að taka hana af þér,“ sagði
hann. „En ef ég geri það, þá ferðu bara
og nærð þér í aðra.“ Á móti skapi sínu fékk
hann eigandanum skammbyssuna aftur.
„Tom,“ sagði hann og lagði hönd sína á
öxl unga mannsins. „Viltu lofa mér að tala
við þig eins og gamall, gamall maður —
en ekki sem sheriffi ?“
„Ég skal hlusta á,“ sagði Tom Converse
og lét skammbyssuna hverfa með furðu-
legri leikni.
„Þá vil ég bara segja þér þetta,“ sagði
sheriffinn. „Það væri hyggilegast fyrir
þig að ganga aldrei með skammbyssu á
þér. En úr því að þú hefur eina, þá rændu
áldrei mann lífinu með henni. Við erum
ekki vanir því hérna í borginni. Þú skil-
ur — ef ég einn góðan veðurdag skyldi
frétta, að maður hefði verið skotinn hérna
í héraðinu, þá mundi ég undir eins spyrja
eftir þér. Og komdu þér svo burtu,“ sagði
hann brosandi. „Ég vildi óska, að í mínu
14
HEIMILISBLAÐIÐ