Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 17

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 17
VI. Hestur spilamannsins. Tom Converse hafði aldrei á ævi sinni fylgzt með pókerspili með jafnmikilli at- hygli og núna. Hann sat grafkyrr og dáð- ist að þeirri leikni, sem mótspilari hans sýndi við meðferð spilanna. Þau skutust inn og út milli fingranna á honum eins og þau væru lifandi verur. Við og við leit hann framan í andlitið á manninum, og einu sinni sá hann eins og gulleitan glampa í augum hans, sem hvarf undir eins, þeg- ar maðurinn uppgötvaði, að horft var á hann. Að sjálfsögðu tapaði Tom aftur — það tók ekki nema fáeinar mínútur, en hann hafði tekið eftir ýmsu. Meðal ann- ars því, að leikið hafði verið á hann. Það var spilafalsari, sem hann átti hér í höggi við. Hér var samt sem áður ekkert hægt að gera. Hann gat ekki hörfað af hólm- inum núna. Faðir hans hafði kennt hon- um, að þær skuldir, sem fyrstar af öllum yrði að greiða, væru spilaskuldir, og þess vegna ákvað Tom að halda sinn hlut samn- ingsins. En honum gramdist að hafa setið þama og látið leika á sig. „Mér er fullljóst, að ég hef látið leika á mig,“ sagði hann, og hakan á honum skauzt greinilega fram. „Þegar ég kem aftur úr þessari ferð, held ég, að við ætt- um að tala dálítið saman um pókerspil." Honum virtist, að hinn gerði ekki ann- að en brosa að þessari ógnun, en hann var ekki alveg viss um það, og á næsta augnabliki var halti maðurinn jafn kur- teis og áður. „Við getum talað saman eins mikið og þig langar til,“ sagði maðurinn, og um hvað svo sem vera skal. En nú skulum við fá okkur eitthvað að borða. Þú þarft áreið- anlega að fá eitthvað í magann áður en þú ferð þessa ferð.“ Mjög var orðið áliðið dags. Eftir eina klukkustund mundi myrkrið verða skollið á. Enda þótt Tom yrði æ ógeðfelldara að vera í návist þessa manns, gat hann samt ekki neitað því með sjálfum sér, að mjög óþægilegt var að hugsa sér tuttugu kíló- metra reið með tóman maga. Þegar þeir höfðu lokið við að borða, gengu þeir í rökkrinu saman niður eftir hljóðlátri götunni, beygðu inn á hliðar- götu og gengu nokkra kílómetra veg áfram. Vegurinn endaði í mjóum kletta- slóða, og skömmu síðar voru þeir komnir niður í þrönga gjá hinum megin við hæð- ardrag eitt. Alla þessa leið höfðu þeir ekki skipzt á einu einasta orði. Halti maðurinn, sem gengið hafði furð- anlega greitt þrátt fyrir líkamsgalla sinn, nam staðar og gaf frá sér lágt blísturs- hljóð, sem einna helzt minnti á fuglasöng. Hann þagnaði og blístraði því næst aftur. Hestsfrís svaraði honum, sem Tom fannst koma ákaflega gætilega. Ef eitthvað leyndardómsfullt hafði áður verið við halda manninn, þá varð hann það margfalt meira núna. Ósjálfrátt greip Tom til skammbyssu sinnar. Þar sem hest- ar voru, var einnig hægt að búast við reiðmönnum. En hvernig í ósköpunum gat hestur komist upp þetta þverhnípi, sem maður mundi með naumindum geta klifr- að upp, eða — en það virtist ennþá óhugs- anlegra — hvernig gat hestur komist frá klettabrúninni fyrir ofan og niður þetta hengiflug? Fylgdarmaður hans beygði niður eftir gjánni. „Nú skal ég sýna þér hestinn, sem þú átt að ríða í kvöld,“ sagði hann. „Það er einkennilegt hesthús, sem þú hefur hérna,“ svaraði Tom. Fylgdarmaður hans tók upp vasaljós, og þegar hann hafði gengið nokkur skref í þá átt, sem hestfrísið hafði komið úr, kveikti hann á ljósinu. Hann lét ljóssúl- una fylgja jörðinni spottakorn og beindi henni því næst á hestinn. I hinum skæra ljósbletti sá Tom Con- HEIMILISBLAÐIÐ 17

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.