Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Qupperneq 22

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Qupperneq 22
1 einu vetfangi var Tom Converse kom- inn í söðulinn. Hann lét hestinn fara svo langt frá bálinu, að birtan náði ekki til hans, og frá fylgsni sínu í myrkrinu sá hann nú sýn, sem hann varð mjög undr- andi yfir. Hinum megin við bálið skaut nú fram apalgráum hesti í flöktandi birt- unni frá hálfútbrunnu bálinu. Á baki hans sat manneskja, sem var allt of grannvax- in til þess að geta verið karlmaður. Vind- hviða fékk bálið allt í einu til að blossa upp, og í sömu svifum sá hann, að reið- maðurinn á apalgráa hestinum var kona — ung stúlka. Hún leit upp um leið, og Tom Converse sá andlit hennar undir barðastóra hattinum. Hann starði steini lostinn á hana. — Fagra andlitið var föl- leitt í flöktandi birtunni, augun voru stór og dökk og skimuðu áköf og kvíðafull um í myrkrinu. „Hver er þar?“ spurði hann. Hann sá, að unga stúlkan kipptist við. Hún lyfti hendinni með leiftursnöggri og aðvarandi hreyfingu, og hann heyrði rödd hennar eins og hvíslandi hróp: „Flýðu — flýðu — í guðanna bænum, flýðu! Fylgdu mér!“ Áður en Tom Converse fengi tíma til að svara, kvað við byssuskot í brekkunni að baki honum., og hann heyrði byssukúlu hvína fram hjá höfði sér. Það kom fát á hann. Hann sneri sér við og starði í þá átt, sem kúlan hafði komið úr. „Hver er þar?“ hrópaði hann aftur. Svarið, sem hann fékk, var annað skot, sem kom úr annarri átt en það fyrra. Hann hugsaði sig ekki um lengur. Hann skildi ekki, hvers konar óðs manns æði þetta var. En eitt var hann þó alveg viss um. Dvöl hans hérna á Samson-fjallinu þýddi hættu fyrir líf hans. Þetta var ljótur grikkur, sem halti maðurinn hafði gert honum. En unga stúlkan á apalgráa hestinum? Hvað vildi hún honum ? Með snöggri hreyf- ingu sneri hann hesti sínum við, og undur- samlegi hesturinn bar hann með traustu og hröðu fótataki yfir síðustu glæður hins útkulnandi báls, — 1 áttina til þess stað- ar, þar sem hann hafði séð ungu stúlk- una. Um leið og dofnandi bjarma bálsins bar á hann, kvað við skothríð að baki hon- um. En þeir, sem skutu, voru auðsjáan- lega svo önnum kafnir við að klifra upp brekkuna, að þeir gáfu sér ekki tíma til að miða vandlega, og allar kúlurnar þutu fram hjá Tom. Honum sýndist apalgráa hestinum bregða fyrir spölkorn neðar í brekkunni, og hann hélt þangað. Hver svo sem unga stúlkan var, þá var hún augsýnilega kom- in til að aðvara þann mann, sem tendrað hafði bálið, og sýna honum hvaða leið hann ætti að fara, til þess að komast und- an óvinum sínum. Hér var enginn tími til umhugsunar. Hann hélt áfram í þá átt, sem hún hafði bent honum. Það var svo dimmt, að hann sá ekki faðm frá sér,' en Tom hafði komizt að raun um á leiðinni upp fjallið, að óhætt var að láta hestinn um allt slíkt. Tom sleppti taumunum, og varlega, fet fyrir fet, klifr- aði hesturinn niður hina bröttu brekku. Allt í einu nam hann staðar. Tom laut áfram, og hin næmu eyru hans greindu suðandi hljóð margra radda dálítið neðar. Honum var varnað vegarins. Hann var grafkyrr, en í huganum leitaði hann að leið út úr þeim ógöngum, sem hann hafði verið ginntur í. Skyndilega heyrði hann óvini sína fara á kreik. Þeir komu upp í áttina til hans. Varlega dró hann sig í hlé bak við kletta- snös, sem huldi hann dálítið, en ekki nóg til þess, að óvinir hans færu fram hjá hon- um án þess að veita honum eftirtekt. Hann beið með öndina í hálsinum. Reið- mennimir voru nú svo nálægt, að hann gat heyrt andardráttt hestanna. Hann laut áfram til að reyna að sjá, hve margir þeir væru, en honum var ómögulegt að greina þá sundur í myrkrinu. Hann sá 22 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.