Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Blaðsíða 26

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Blaðsíða 26
„Hvers vegna ekki það?“ spurði Tom byrstur og tortryggnislega. Honum fannst framkoma mannsins mjög einkennileg. „Ég hef alltaf séð, undir eins við hvers konar menn ég á,“ stamaði gestgjafinn. Hann gekk á undan út úr stofunni og upp stigann. Þegar Tom hafði gengið upp nokkrar tröppur staðnæmdist hann. Inni í veitingastofunni hófst nú suð margra radda, og var hægt að greina sumar þeirra greinilega. Hann gat ekki heyrt hvað sagt var, en hann hafði ótvírætt á tilfinning- unni, að verið væri að tala um hann. Farið var með hann upp á fyrstu hæð og honum bent á stórt og hreint herbergi. ,,Ég þarf ekki á tveim rúmum að halda,“ sagði Tom. „Ég get vel látið mér nægja minna herbergi." „Minna? Nei, nei,“ sagði veitingamað- urinn. „Þér eruð víst vanur að hafa rúm- gott um yður — miklu meira en ég get boðið yður. Mig langar til að vel fari um yður hérna hjá mér.“ Og hann fór að hlæja andstyggilegum uppgerðarhlátri. Tom gekk til og lyfti vísifingrinum ógn- andi. Hláturinn steinþagnaði undir eins. „Heyrið þér," sagði Tom. „Hver haldið þér eiginlega að ég sé?“ Á andliti veitingamannsins var ekki hægt að sjá, að hann renndi hinn minnsta grun í það. „Hver þér eruð? Það veit ég ekki. Ilvernig ætti ég að geta gizkað á, hver þér eruð? Ég ber ekki fram spurningar. Ég er ekki einn af þeim, sem ekki mega sjá ókunnan mann, án þess að spyrja hann spjörunum úr. Þér eruð — — þér eruð sennilega gullleitarmaður eða eitthvað því um líkt?“ „Gullleitarmaður — án farangurs?" fnæsti Tom. ;,Nei, þá kúreki — kúreki, sem er að litast dálítið um?“ „Það er einmitt það, sem ég er. Kúreki, sem er að skoða sig dálítið um í heimin- um.“ Uppgerðarhláturinn virtist aftur ætla að ræna digra veitingamanninn valdinu yfir sjálfum sér, en hann kingdi honum með hræðilegum andlitsgrettum. „Auðvitað,“ svaraði hann. „Það getur hver einasti maður séð á yður undir eins. Það er einmitt það. sem þér eruð.“ „Farið þér þá niður og segið þessum glápandi fíflum, hvað ég hef sagt yður. Skiljið þér það?“ Maðurinn svaraði með því að kinnka kolli og gekk aftur á bak út, svo að hann var næstum því dottinn um sjálfan sig. Tom Converse heyrði hann þjóta niður stigann. „Maður skyldi ætla, að ég væri fjand- inn sjálfur," sagði hann hlæjandi. Svo fleygði hann hatti sínum á rúmið. „Þeir eru vitlausir, bandvitlausir, hver einn og einasti,“ muldraði hann um leið og hann læsti hurðinni. Hann var kominn á fremsta hlunn með að fara niður, grípa í þann fyrsta, sem yrði á vegi hans, og krefjast skýringa á þessum fábjánahætti, en þreytan yfirbug- aði hann. Hann settist niður til að fara úr stíg- vélunum, en svefninn sigraði hann. Höf- uð hans hneig að koddanum, og augnabliki síðar steinsvaf hann. Fyrir neðan hann þaut fólk í tryllingi fram og aftur. En Tom Converse heyrði ekkert, svo fast svaf hann. * * * Þegar hann vaknaði skein aftansólin inn um gluggann og rauð veggina gulln- um bjanna sínum. Tom settist upp í skyndi, ruglaður í höfðinu, vegna þess hve illa hann hafði legið og af því að sofa 1 sólarhitanum. Hann stóð á fætur og reik- aði að þvottaborðinu. Hann þvoði sér í flýtþ og nú voru hugsanir hans það skýr- ar, að hann gat munað dálítið af því, sem við hafði borið. Þegar hann sneri sér við rakst fótur hans í hlut, sem lá á gólfinu. 26 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.