Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 28

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Síða 28
Skógorhöggsmaðurinn, sem vnrð forseti EFTIR N. MADSEN-VORGOD Ferjumaður. Nítján ára að aldri gekk Abe í þjón- ustu manns, er Gentry hét. Hann átti son, Allen að nafni, sem var dálítið eldri en Abe. „Vilt þú stýra ferju til New Orleans," spurði herra Gentry dag nokkurn. „Þú kannt auðvitað að stýra báti?“ „Það kann ég og langar til þess,“ sagði Abe. „Hve langt er að fara eftir fljótinu til stórborgarinnar ?“ „Um það bil 1800 mílur“ (3500 km.), sagði herra Gentry. Það var fastráðið þeirra á milli. Allen átti að vera með í förinni. 1 kaup átti Abe að fá 8 dollara og ókeypis ferð heim með gufuskipi. I þá daga voru hvorki járnbrautir né almennilegir þjóðvegir í Bandaríkjunum. Vörurnar voru fluttar á ferjum niður eft- ir stórfljótunum. Það voru hugrakkir og sterkir menn, sem stýrðu ferjunum. Þeim stafaði hætta af Indíánum og ræningjum. Ferjan var knúin áfram og stjórnað með handafli. I hvaða veðri sem var, á með- an á ferðinni stóð, urðu þeir að hafast við úti á ferjunni. Herra Gentry átti mikið af vörum, sem hann gat selt fólki á sykurrófuökrunum í Suðurríkjunum. Nú átti að flytja þær til New Orleans. Abraham leitaði ráða hjá föður sínum, sem fannst að hann hefði gott af að kynn- ast umheiminum. „1800 mílur eru þó löng ferð í fyrsta sinn sem þú ferð að heiman,“ sagði móð- irin. „En ekki of löng fyrir mig, móðir mín,“ sagði Abe. „Þú færð kannski að kynnast Missis- ippifljóti,“ sagði móðirin. Hún var kvíða- full yfir að láta „langa drenginn“ sinn, eins og hún kallaði hann, ferðast svona langt í burtu. „Ef þú vilt, skal ég hætta við þessa ferð,“ sagði Abe. „Nei, ég vil að þú ferðist,“ sagði móð- irin. „Ég hugsaði bara upphátt." Það var afar þýðingarmikill viðburður í lífi hetju okkar, þegar hann fór um borð í ferjuna og sigldi niður eftir Ohiofljót- inu og nálgaðist „föður fljótanna“ (Miss- isippi). Hann var eftirvæntingarfullur. „Ef þú hefðir ekki verið með í förinni, þá hefði ég aldrei fengið að fara í þetta ævintýraferðalag," sagði Allen. „Hvaða þvættingur er í þér,“ sagði Abe. „Það er enginn þvættingur,“ sagði All- en. „Faðir minn er sannfærður um að þú getir unnið bug á öllum hættum, sem á vegi okkar verða. Hann heldur víst, að þú getir varnað mér og ferjunni að sökkva ef við rækjumst á.“ „Móðir mín trúir víst öðru,“ sagði Abe. En þessir tveir ungu menn voru sam- mála um að gera sitt bezta, hvað sem aðrir sögðu og hugsuðu. Á ferðinni lentu þeir í ýmsum ævin- týrum. Á hverju kvöldi sigldu þeir ferj- unni upp að fljótsbakkanum og bundu hana fasta. Þeir sváfu á dekkinu og höfðu teppi ofan á sér. En oft var veðrið óhagstætt. Stormur- inn hamaðist og þá var það aðeins með mestu erfiðismunum að þeim tókst að koma í veg fyrir að ferjunni hvolfdi. Regnið streydi niður; dag og nótt urðu 28 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.