Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 30

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 30
fylgist með okkur eða ferð eitthvað ann- að,“ sag-ði Thomas við son sinn. En Abe kaus að fylgjast með foreldr- um sínum til hinna nýju heimkynna. Fað- ir hans var nú gamall orðinn og þurfti því á hjálp hins unga og sterka sonar síns að halda. Ferðin var löng og erfið. í Illinois varð fjölskyldan líka að heyja harða baráttu við kulda, sjúkdóma og fátækt. Strax sama vetur og þau fluttu, mundi fjölskyldan hafa farizt úr vosbúð ef ekki hefði notið þolgæði og dugnaðar Abrahams. En Abe þurfti að fá eitthvað að starfa. Dag nokkurn gerði honum boð verzl- unannaður einn, sem hann hafði unnið hjá áður, og bað hann að finna sig í bæn- um New Salem. Abe rápaði um bæinn. Nokkrir íbúanna þekktu hann í sjón, aðr- ir að spurn. Þetta var á kosningadegi og Abe kom til kjörstaðarins. Kjörstjórnin var í slæmri klípu. „Okkur vantar ritara,“ sagði dómarinn við skólameistarann. „Hvaðan fáum við hann?“ I þá daga voru unglingar, sem gátu skrifað fallega, næstum eins sjald- séðir og hvítir hrafnar. „Kannski hann kunni að skrifa, þessi langi aðkomupiltur, sem þarna stendur," sagði skólameistarinn. Dómarinn gekk til Abe. „Kant þú að skrifa?“ spurði hann. „Já, einhverja bókstafi get ég þó riss- að,“ sagði Abe. „Viltu ráða þig sem ritara við kosn- ingamar í dag?“ „Ég get þó reynt það; ég vil gera mitt bezta,“ sagði Abe kurteislega. Þannig hlaut Abraham fyrsta starf sitt fyrir hið opinbera og hann leysti það vel af hendi. Það barst brátt út á meðal íbúanna í New Salem, að þessi langi sláni, sem hvorki var fínn né sleiktur, eins og verzl- unarmenn á vorum dögum eiga að vera, 30 væri ráðinn forstjóri fyrir verzlun þar í bænum. Þetta var kramverzlun, nokkurs konar „þúsund-hluta-verzlun“. Abe seldi allt, líka brennivín, sem hann hafði viðbjóð á sjálfur, en sem flestir aðrir skoðuðu sem lífsnauðsyn. Og Abe var afbragðs verzlunarsveinn. Hann var röskur og gamansamur og sýndi öllum sömu hugulsemi. Hann átti það ekki til að gera mannamun. Verzlunarstjórinn, Ofutt hét hann, sem Abe vann hjá, var masgefinn. Stanzlaus orðaflaumur rann upp úr honum. En ætíð notaði hann hin sterkustu hrósyrði um Abe. „Hann er lærðari en nokkur annar í Bandaríkjunum,“ sagði Ofutt. Og segði nú einhver sem svo, að þetta væri víst of sterkt til orða tekið, þá varð Ofutt enn ákafari og staðhæfði hátíðlega: „Abraham verður einhvern tíma for- seti Bandaríkjanna. Munið nú, að ég hef sagt ykkur það.“ Það var ekkert undarlegt þótt Abe yrði brátt þekktur maður í New Salem. Verzl- unin varð vinsælasta verzlun í öllum bæn- um. Viðskiptamennirnir streymdu hvað- anæva að. Og peningarnir streymdu í kass- ann. En engir peningar komu á óheiðar- legan hátt í kassann. „Hann vegur og mæl- ir eftir uppskrift Biblíunnar," sögðu við- skiptavinimir. „Já, hann lýgur hvorki né prettar,“ sögðu þeir, og þess vegna fannst þeim gott að skipta við hann. Dag nokkurn seldi hann frú einni, er Duncon hét, vörur fyrir tvo dollara og sex cent. Um kvöldið þegar hann fór yfir reikninga dagsins, sá hann, að frú Dun- can hafði borgað sex centum of mikið. En honum kom ekki til hugar að draga sér þetta fé, jafnvel þótt hann vissi að svikin myndu aldrei komast upp. Nei, þegar hann hafði lokað verzluninni fór hann heim til frúarinnar, sem bjó fimm HEIMILISBLAÐIÐ j

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.