Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 31

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Side 31
kílómetra fyrir utan bæinn, og skilaði henni peningunum. Honum leið vel þetta kvöld, þegar hann lagðist til svefns. Fæt- ur hans höfðu fengið hreyfingu og sam- vizka hans var létt og hrein. I annað skipti, síðla kvölds, kom kona nokkur inn í búðina og bað um hálft pund af tei. Hann vó teið, hún borgaði það og síðan yfirgaf hann verzlunina. En um morguninn þegar hann kom, sá hann, að á voginni stóð % punds lóð. Síðan hann vó teið hafði hann ekki snert við voginni; og hann var viss um, að konan hafði ekki fengið nema helming þess, sem hún hafði beðið um og borgað. Hann vó strax % pund af tei, lokaði verzluninni og fór með það til konunnar. Áður en hann hóf störf dagsins vildi hann bæta fyrir þessi mistök sín. Þessi framkoma hans dró að honum viðskiptamenn. Hverjum þeim, sem held- ur því fram, að kaupmenn og verzlunar- menn geti ekki verið heiðarlegir í starfi sínu má benda á fordæmi Abrahams Lin- colns. Kraftar hans komu honum líka oft í góðar þarfir. Eitt sinn kom inn í verzlunina versti slagsmálaseggur, einmitt þegar Abe var að afgreiða nokkrar konur. Hann ruddi úr sér klúryrðum og blótaði ákaft, án þess að taka tillit til kvennanna, sem inni voru. Abe beygði sig fram yfir afgiæiðslu- borðið og sagði: „Þegiðu! Talaðu ekki svona ljótt.“ En hinn vildi ekki láta sér segjast, held- ur varð hann ennþá ruddalegri í orðum og framkomu. ,,Ég hefði gaman af að sjá þann, sem þorir að banna mér að tala. Mig hefur lengi langað til að gefa þér duglega ráðn- ingu,“ hrópaði hann til Abe. „Bíddu við, þangað til konurnar eru farnar, þá skal ég tala betur við þig,“ sagði Abe rólega. Og þegar konurnar voru farnar stökk Abraham yfir borðið og sagði: „Nú skal ég kenna þér að tala öðru vísi í viðurvist heiðarlegra kvenna.“ „Já, komdu hingað, langlöpp,“ hrópaði hinn. „Ef nauðsynlegt er, skal ég berja þig duglega,“ hrópaði Abe um leið og hann greip í kragamál áflogablegsins og varp- aði honum út um dyrnar. En hann kom inn aftur; þá kastaði Abe honum á bakið, greip nokkrar brenninetlur á gólfinu og nuddaði honum í framan með þeim, þang- að til hann grenjaði af sársauka og sviða og lofaði bót og betran. Abe náði því næst í vatn handa hinum sigraða andstæðingi sínum til að þvo sér úr. En meðhöndlun þessi varð þess vald- andi, að alvarlegar hugsanir komu upp í huga áflogaseggsins. Hann varð að nýj- um og betri manni og síðan stöðugt trú- fastur vinur Abrahams Einu sinni kom Abe að máli við skóla- meistarann og sagði: „Mig langar til að læra enska málfræði. Hana hef ég aldrei lært.“ „Þú hefur víst ekki mikinn tíma til þess, ef þú átt að stunda vinnu þína,“ sagði skólameistarinn. „Jú, ég á þó frístund við og við, og svo get ég lesið á næturna, þegar aðrir sofa.“ „Þú getur þó ekki breytt nótt í dag. Með slíkum næturvökum afþreytir þú þig.“ „Það á ég gjarna á hættu. Ég vildi að ég vissi, hvar fengist málfræði.“ Skólameistarinn vissi af manni, sem átti málfræðibók. Heim til hans voru tólf mílur. „Hana skal ég fá að láni eða til kaups, áður en ég verð miklu eldri,“ sagði Abe. Og sama kvöldið gekk Abe hina löngu leið og fékk málfræðibókina að láni. Hann hafði hana opna á búðarborðinu og í hverri tómstund sem gafst las hann í henni. Og af nætursvefni sínum fórnaði hann henni HEIMILISBLAÐIÐ 31

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.