Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 35

Heimilisblaðið - 01.01.1977, Page 35
Kalli er í óðaönn að bera fernisolíu á dagstofu- gólfið og það lítur reglulega vel út, þegar hann er búinn að því. Síðan fer hann inn í svefnherbergið og heldur áfram þar, en allt í einu heyrir hann að Palli er að koma heim. „Nú .hugsar hann, „auð- vitað trampar hann á nýferniseruðu gólfinu!" Og X y -““i i' ii Pr Kalli flýtir sér fram í dagstofuna og hrópar: „Þú verður að fara inn um eldhúsdyrnar, því gólfið er nýferniserað!" En aumingja Kalli athugar ekki að hann, eins og Palli, hefur sett stór spor á gólfið. Nú má hann gjöra svo vel að vinna allt upp á nýtt. Kalli og Palli eru að leika kúluspil við úlfinn og bann er stálheppinn, sá langi sláni. Þegar leiknum er lokið hefur hann unnið allar kúlurnar af Kalla °g Palla og hlær að þeim ertnislega, um leið og hann stingur kúlunum í stóra pokann sinn. En litla góða spætan hugsar sér að nú skuli hún hjálpa Kalla og Palla, og síðan heggur hún gat á pokann. Og þegar úlfurinn heldur leiðar sinnar renna kúlumar út og Kalli og Palli ganga í rólegheitum á eftir honum og tína þær upp.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.