Hljómlistin - 01.10.1912, Qupperneq 5

Hljómlistin - 01.10.1912, Qupperneq 5
MLJÓMLlSTIN. 3 til hann hel'ði lokið námi sínu, en hann skuldbatt sig aftur á móti til, að taka við barnaskólanum í Reykjavík að því búnu. Siðan var Ólafur prestur Hjaltested íenginn til að vera kyrr við skólann á meðan, en liann fékk annan til að þjóna brauði sínu, þar til er hann vitjaði þess. Þannig gafsl þá Pétri færi á að sigla, þótt eigigætihann stundað læknisfræði, eins og hann ætlaði upphaflega, en þetta varð til þess, að líf lians tók þá stefnu, sem það síðar hafði og varð eins þýðingarmikið fyrir oss, landa hans, eins og þegar er komið i Ijós. — Hann sigldi héðan lil Iíaupmannahafnar um haustið 1837 og naut siðan kenslu á Jonstrup kennaraskóla frá því í septembermánuði s. á, til þess í aprílmánuði 1840. Þegar hann kom til Kaupmannahafnar, opnaðist fyrir honum nýr heimur eigi að eins fyrir augum hans, heldur og fyrir eyr- um hans. Hin inndæla sönglist birtist hon- um nú í allri sinni fegurð og gagntók svo huga hans, að hann gekk þegar fagnandi undir merki hennar og varð hinn ótrauð- asti liðsmaður hennar alla æíi siðan. En þcssi fögnuður snerist brátt að nokkru leyti í harm og gremju, er hann lnigsaði til þess, að enginn hatði enn reynt til, að ílylja þessa fögru lisl heim til ætljarðar hans, svo að hún hafði algjörlega farið á mis við hana og þar með allan þannfögnuð er hún veilir, þegar lnin kemur fram í sinni réttu mynd. Hann hugsaði til kirkjusöngsins hjá oss, eins og hann var þá og rann til rilja hversu afskræmdur og vanskapaður hann var og hversu illa hann samsvaraði hinum hátíðlega tilgangi sínum. Hann hugsaði lil skemtisöngva vorra og mintist þcss, að Jreir voru hér næsta fáir, að eins nokkur tví- söngslög, einstök alþýðulög, meiraogminna ófullkomin og svo hin fátæklegu rímnalög, sem alment voru í mjög miklu afhaldi hjá aljíýðu. Þetta aumlega ástand fósturjarðar- innar fékk svo mjög á hinn viðkvæma og tilfinningarnæma mann, að hann hét því að gera alt, sem í sínu valdi stæði, til að bæta úr því, og þelta heit efndi hann trúlega. En ])ví var rniður, að hagur hans alla æfi var svo erfiður, að hann gat eigi orðið að jafnmiklu liði í þjónustu sönglistarinnar, eins og hann óskaði. Hann varð jafnan að hafa það í hjáverkum, sem hann vildi helzl starfa að frá morgni til kvölds; en þrátt fyrir það hefir honum þó tekisl miklu meira, en hann bjóst við, og sannaðist það fyllilega á honum, að sigursæll er góður vilji, enda var vilji hans jafnan einbeittur og ótrauður til Iivers sem var. Þau ár sem Pétur var á kennaraskólan- um í Jonstrup, lærði hann meðal annars söng og' organslált; ensakirþess, hve margt hann hafði þar annað að stunda, gat hann eigi stundað þessar greinir eins og hann óskaði, og fékk eigi aflað sér jafnmikillar þekkingar á sönglistinni yflr höfuð eins og hann vildi; gaf hann sig því sér í lagi við sálmasöngnum, sem liann einkum hafði í huga að hæta á fóslurjörð sinni. Ilið fyrsta, sem hann gjörði i þessa stefnu mun hafa verið það, að hvelja Reykvíkinga lil að kaupa organ í dómkirkjuna, þá er hann kendi sig mann lil að nola það við guðs- Jijónuslugjörðina, og tóku þeir vel undir þær tillögur hans; var nú kveðið svo á, að kaupa skyldi organið og það koma til lands- ins jafnskjólt og Pétur hefði lokið námi sinu og hann siðan annast allan söng í i dómkirkjunni. Þetta varð og svo. Hann útskrifaðist úr skólanum í Jonstrup 26. apr. 1840 með góðum vitnisburði og' sigldi þá þegar heim til íslands og kom til Reykja- víkur 20. maí s. á. Organið kom og sam- sumars til Revkjavíkur, og tók hann þá þegar við organleikarastörfum og gegndi þeim síðan lil dauðadags. Hafði hann þá að eins 100 kr. i laun tvö fyrstu árin, en úr þvi 200 kr. þangað til 1849, er breyting kom á Jiað, sem siðar sltal getið. — Sama sumarið sem hann kom út (1840) tók hann við barnaskólanum i Reykjavik, en Ólafur prestur Hjaltested fór til brauðs sins; fékk Pétur 400 kr. i laun fyrir barna-

x

Hljómlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.