Hljómlistin - 01.10.1912, Síða 9
HLJÓMLISTIN.
7
sökin til þess, sem Þjóðólfi þykir svo und-
arlegt og ósldljanlegt, að hann neitaði að
spila á organið þegar það kom úr aðgerð-
inni 1860, nema hann fengi alls 400 kr.
árlega fyrir það, er hverjum manni auðsæ,
sem rétt gætir að, hæði af því, sem hér
hefir sagl verið, og þegar menn gæta þess,
hve há laun organleikarar hafa venjulega
við kirkjur erlendis. Honum þóltu laun
sin fyrir organsláttinn jafnan of lítil, eink-
um þar sem hann fann það glögt, sem al-
ment er viðurkent, að sérhver organleikari
þarf að geta æft sig daglega í ýmsu, sem
snertir organsláttinn, ef honum á eigi að
verða ósýnna um hann, en hann mundi
óska, en það var Pétri að mestu bannað
með því, að hin föstu laun hans voru eigi
nægileg til heimilisþarfa. En þetta gátu
menn aldrei séð og þess vegna greip hann
til þess óyndisúrræðis að reyna að neyða
menn til að sjá það, er þeim annars gat
eigi skilist viljuglega; en það tókst eigi heldur,
og tók hann þá aftur að sér organleikara-
störfin með sömu kostum og áður, til þess
að sönglistin hefði eigi halla af aðgjörðum
sinum í þessu efni. Pað varð eigi fyr en
1875, að menn könnuðust algjörlega við,
að hann helði of lítil laun, og viðurkendu
verðleika hans opinberlega, þá fyrst voru
laun hans fyrir organslátlinn og sönglcensl-
una hækkuð upp i 800 kr. og þá var það
fyrst, að liann fékk nægilegt til að lifa af,
því þá voru laun hans orðin alls 2200 kr.
og hús hans orðið miklu léltara en áður,
því nú voru börn hans ílest uppkomin og
mörg þeirra gift og komin í góða stöðu,
svo að þau gátu farið að endurgjalda hon-
um áslrika og löðurlega umhyggju, cnda
létu þau það ekki lengi bíða. Launaviðbót
hans kom þannig fyrst þá, er hann þurfti
hennar síst við, en engu að siður var
það þó gleðilegt fyrir hann, að sjá það
í elli sinni opinberlega viðurkent, að hann
liefði únnið fósturjörðu sinni og hinni
fögru list ómetanleg't gagn fyrir alda og
óborna,
Þegar vér lítum nú yfir æfiferil hans í
heild sinni, sjáum vér, að hann hefir verið
mjög ómjúkur og örðugur, og að það er
fárra meðfæri að fela slíka leið með jafn-
miklum árangri sem hann. Þeim einum er
það unt, sem hafa jafneinbeittan vilja og
hann og jafnmikinn kjark til að framfylgja
honum. Þegar vér ennfremur gætum þess,
hve vonda og óheilnæma vinnu hann hafði
daglega, þar sem liann varð jafnan að silja
við skriftir frá morgni til kvölds, þá má oss
furða, að honum skyldi endast heilsa oglíf
jafnlengi; en hann hafði sterka og trausta
líkamsbyggingu og þoldi því rnikla áreynslu.
Að visu var hann oft veikur af lifrarbólgu
áður en hann varð stiptsskrifari og lá tvisvar
mjög liælt í héíini, en siðan batnaði honum
að fullu og var þar eftir jafnan heilsugóður,
þangað til síðasta missirið, sem hann lifði,
þá tók hann iðulega að kenna fótaveiki, og
hljóp oft bjúgur í fætur honum, en batnaði
smátt og smált aftur. Þó varð hún honum
að lokum að bana. Sunnudagsmorguninn
19. dag ág. 1877 sat hann við fortepiano
sitt og lék á það eins og vandi hans var til
áður en hann fór i kirkju, og kendi sér þá
einkis meins svo að vart yrði við. Kona
hans gekk þá eitthvað burt úr stofunni og
var burtu lítla stund, en er hún kom inn
aftur, bjóst hann í kirkjuna og var að fara
i kápu sina. Sá liún þá að hann skalf og
titraði allur og var mjög óstyrkur, og spurði,
hvort hann væri sjúkur, en hann kvað litil
brögð að því. Hún hað hann að fara ekki
í kirkjuna í þetta sinn, en fékk eigi aftrað
honum; kvað hann þetta nnmdi frá líða
er þar kæmi; enda vildi hann aldrei sleppa
að gegna störfum sínum, nema hann væri
algjörlega neyddur til þess. Fór hann svo
í kirkjuna, þótt hann væri veikur, en er
þar var komið, versnaði honum svo, að
hann treystist eigi að leika á organið eða
syngja sökum óstyrkleika, og varð þvi að
fara burt aftur og komst með nauðung heim
til sín. Lagðist hann þá rúmfastur og hafði
fengið illkynjaða bólgusótt (phlegmone dif-