Hljómlistin - 01.10.1912, Qupperneq 12

Hljómlistin - 01.10.1912, Qupperneq 12
10 HLJOMLISTIN. eftirmanni Péturs, Jónasi organleikara Helga- syni. Báðir þessir menn eiga alla virðingu skilið, einkum þó hinn síðarnefndi, sem með söngbókum sínum og kenslu hefir mjög glætl hjá oss sönglistina, eu Pétur liafði lika glælt liana hjá honum áður og kent söng í full 30 ár áður en nokkuð fer að bera á hæfileikum Jónasar. Það var fyrst um 1870 að Jónas fór af alvöru að gefa sig við sönglist og hafði þá lærl mest af Pétri. Ari Sæmundsen er að vísu fyrri til en Pétur að gefa út söngbók, því »Leið- arvísir« hans til að spila á langspit og læra sálmalög eftir nótum, er prentaður á Ak- ureyri 1855, og er sú hók, eins og titillinn sýnir, aðallega ætluð til notkunar við lang- spil. Bókina tileinkar hann: »íslands ágæt- asta og langmesta söngfræðingi lierra org- anista Pétri Guðjohnsen«, og sýnir tileink- un þessi að Ari hefir álitið Pétur frömuð sönglistarinnar hér á landi. Annars lýsir hók Ara furðanlega mikilli söngþekkingu hjá manni hér á þeim tíma þegar alt var svartast í þeirri list, og sem hefir verið að reyna að hrjóta þar isinn sjálfur með ófull- komnu hljóðfæri. Það hafa sumir furðað sig á því hvað Pétur fékst lílið við að frumsemja lög (kompónera), en þess verður að gæla, að efnahagur hans og áslæður gáfu honum ekki tíma lil annars en þess, sem hann áleil að mest gæti orðið lil nytsemdar, en það var að kenna sönginn réttan og etla út- breiðslu hans. og það gerði hann trúlega. Hann var eins og áður er getið, hlaðinn ýmsum störfum, og þótt hann einkum gæfi sig við skrifstofustörfum og málfærslu, hal'ði hann ])ó ofl ýmsum öðrum störfum að gegna, því jafnan báru menn traust lil hans í hverju þvi, sem hann annars vildi takast á hendur. Um nokkur ár var hann alþing- ismaður Kjósar- og Gullhringusýslu og sat á þingunum 1865—67; þótti hann þar nokk- uð íhaldssamur, en annars íremur góður þingmaður. Það var oft að ókunnugum þótti Pétur vera nokkuð kaldlyndur fyrst á morgnana þegar hann kom á skrifstofuna, en betri var hann viðtals þegar á daginn leið og munu fáir furða sig á því, sem nokkuð þekkja til sönglistar og skrifstofustarfa og vita að þau tvennskonar slörf eru svo fjar- skild hvort öðru sem dagurinn og nóttin og á nælurnar varð liann aðallega að vinna að söngrilum sínum, og sönglistin hjó ávalt í huga hans, en á morgnana varð hann að slíla sig frá þeim störfum til að gegna skrif- stofustörfunum, sem honum voru svo miklu ógeðfeldari, þótt honum færi þau vel úr hendi. Fagra minningu setja þeir Pétri við lát hans Björn Jónsson og Matthias Jochums- son í ísafold og Þjóðólli og háðir á nokkuð likan hált. Séra Matthíasi farast þannig orð1): »Með Pétri Guðjónssyni er jallinn frá einn af merkismönnum ftessa lands og þesscirar ahlar. Ilann var sannnel'nt mikilmennijafnl að atgjörvi sem i atliöfnum; en mestan og beztan orðslir liefur hann áunnið sér hjá öldum og óbornum með sínu langa og al- varlega slarfi fyrir söngmentun lxér á landi, og verður hans naj'n ávalt uppi, sem hins fyrsta endurbadara þeirrgr lislar á Islandk. í grafskrift sem Steingr. Thorsleinsson skáldsetti honum,eru þessi niðurlagserindi2): Pegar húmið fellur yfir íold, fylkja stjörnur sér í næturheiði, þegar ríkir kyrð á kaldri mold, kvennmynd hjúpuð svífa mun að leiði. Og hún hvislar: »IIvildu' í friði rótt, Himinhljómar anda skemti þínum. Minn þú varst og vanst með dug og þrótt, Vel og Iengi yfir heiðri mínum. Söngsins gyðja svo þig kveður ein sið und stjörnum þegar allir þegja, svo er vígð þín heiðursminning hrein, hér á landi mun hún aldrei deyja. 1) Sbr. Pjóðólf 3. sepl. 1877, 2) Sbr. ísafold 29. sept. 1877.

x

Hljómlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.