Hljómlistin - 01.01.1913, Side 8

Hljómlistin - 01.01.1913, Side 8
30 HLJÓMLISTIN. sál. Steinsen. í Tjarnarsókn eru nú til þrjú liarmonía. Vesturhópshólakirkja í Vesturhópi. í þá kirkju hefir aldrei verið keypt hljóð- færi, en um nokkurt árabil, kringum alda- mótin síðustu, var þar notað Iánshljóðfæri og var þar þá organleikari Porlákur Jónsson, liinn sami og áður er gelið sem organieikara við Tjarnarkirkju. Nú mun vera þar ein- göngu Jjarkasöngur í kirkjunni. Söngþekking er þar líka töluvert minni en í Tjarnar- sókn. Ekkert hai'moníum nmn vera til í sókninni. Breiðabólsstaðarkirkja í Vesturhópi. IJangað var keypt harmoníum árið 1897—98. Fyrsli organleikari þar var Siglryggur Bene- (liktsson, eyfirskur að ætt, mágur séra Hálf- dáns Guðjónssonar. Þegar hann hætti og Ilutti burtu, fyrst til Blönduóss og síðan til Akureyrar þar sem hann er nú verzlunar- maður, mun frú Herclís Pétursdóttir frá Valadal, kona séra Hálfdáns, hafa tekið við organleikarastörfum nokkrum tíma, en nú er þar organleikari Sigurjón Árnason frá Hörg- hóli. Likt mun vera með söngþekkingu þar og í Vesturhópshólasókn. Hljóðfæii kirkj- unnarer Steenstrúps-harmoníum, 8 átt. 1 rödd. Harmonía eru þar 2 til í sókninni. Víðidaistungukirkja í Víðidal. Það mun hafa verið á árunum 1885—90 að konur í sókninni lóku sig saman og keyplu liljóðfæri handa kirkjunni. Organleikari mun þar liafa verið fyrst Porlákur Jónsson, hinn sami, sem áður er getið við Tjarnar- og Vesturhópshólakirkjur. Um 1898 gegndi þar organleikarastörfum Siglnjggur Benediklsson, frá Breiðabólsstað, sem jafnframt var organ- leikari Breiðabólsstaðaikirkju. Eftir hann tók við um tíma ungfrú Guðríður Sigiirðardótiir á Lækjamóti, er síðar varð forslöðukona kvennaskólans á Blönduósi. Eftir liana tók Porlcduir Jónsson aftur við organleikarastörf- um um eilt ár, og stundum Benedikl Jó- liannesson frá Torfustöðum (sjá Melstaðar- kirkju). Veturinn 1899—1900 var þar organ- leikari Porsteinn Konráðsson á Eyólfsstöðum og jafnframt söngkennari þar í sókninni, og lók við af lionum Egsleinn Jóhannesson frá Auðunnarslöðum um vorið 1900, oghefir hann verið þar síðan. Eysteinn liaíði um tveggja ára tíma lært harmoníumspil hjá Þorsteini Konráðssyni og var síðan einn vetur hjá Brynjólfi Þorlákssyni organleikara í Reykja- vík. Söngmentun mun vera töluvei't betri þar í sókn en víða annarsstaðar enda hafa þar um mörg ár verið meslu sönglieimili, Lækjamót og Auðunnarstaðir, og söngþekk- ing breiðst út frá þeim eigi all-hlil. Hljóð- færi kirkjunnar er keypt af Sveinbirni Svein- björnsson, tónskáldi í Edinhorg; það er Lond- on-harmoníum, 5 átt. 3 radd., 1, 16 fóla og 2, 8 fóla. Það var keypt hrúkað fyrir 250 kr., en koslaði uppliafiega nál. 1100 kr. Undirfellskirkja í Yatnsdal. Árið 1895 var keypt liljóðfæri lianda þeirri kirkju, en um langt árabil var búið að nota hljóðfæri þar áður; það var harmoníum, sem séra Hjörleifur sál. Einarsson álli og hafði liann léð kirjunni það síðan fyrir 1880. — Fyrsti organleikari í Undirfellskirkju var Böðvar Porláksson er þá bjó á Hofi, sonur séra Þorláks sál. á Undirfelli. Hann liafði numið orgelspil hjá Jónasi organleikara Helga- syni i Reykjavík á sama tíma og Sigurður Magnússon, er organleikari var á Mel og áður er nefndur: Böðvar gegndi organleikarastörf- um til ársins 1897, en þá lók við af honum Porsleinn Konráðsson á Eyólfstöðum og hefir verið þar organleikari síðan. Hann lærðí söngfræði hjá Jónasi Helgasyni í Reykjavík og liarmoníumspil tvo vetur lijá Böðvari Þor- lákssyni á Hofi, Söngþekking þar í sókn- inni er mun meiri en alment gerist, og er á- slæðan sú, að þar hafa lengi verið mörg söngelsk heimili; fremst eru þó Kornsá, eink- um i tið Lárusar sál. Blöndals sýslumanns, Hof, rneðan Böðvar Þorláksson var þar og nú Eyólfssiaðir. Frá þessum heimilum hefir

x

Hljómlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljómlistin
https://timarit.is/publication/435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.