Heimir - 22.11.1904, Side 3
H E I M I R
99
Óttinn og öfgatrúin hverfa, er menn fara aö trúa því, aö
guöirnir sé ekki til,— en hvorttveggja er þó hjátrú—. Þekking-
arleysiö skapar hjá öörum trúleysi fyrir því, sem háleitast er
allra hluta, en hjá hinum bsétir þaö þrælsótta ofan á óvirkilega
trú um tilveru hins Eilífa og Miskunsama. (2)
En hvaö sýnist yður? Hefir þó ekki guðsafneitandinn, bor-
inn saman viö þann hjátrúarsjúka, þessa yfirburöi? Hann neit-
ar tilveru guðanna, hinn trúir aö þeir sé til. Hann beiðist einkis
af þeim, en hinn hugsar sér þá voöalega, sem eru miskunnsem-
in sjálf, þá kvalara, sem eru föðurgæzkan -sjálf, ,engu eyrandi
þá sem eru hlífðin og skjóliö, og það, sem er óviöjafnanlegt aö
allri fullkomnun, fullt ójafnaöar og siðleysis. Og svo koma lá-
túnssmiðirnir, steinhöggvararnir og kertasteypararnir og segja
viö þá öfgasjúku: „Sjá, líkamir guðanna eru líkir yöar", og svo
mynda þeir líkneski. Hinir klæöa þau, og falla fram fyrir þeim
og tilbiöja þau. (6)
Ekki er heldur öfgatrúin æöri guösafneitun á gleðistundum
lífsins né manninum meiri sæla. Þegar menn halda sérstakar
hátíöir, helga leiki, innsetningar athafnir*, fyllast guömóði" eða
halda guöunum fórnar og lotningar daga —saklausar skemmtan-
ir í sjálfu sér— þá er guðsafneitandinn við slík tækifæri meö
háöi og flimti, og jafnvel spottast aö slíkum athöfnum. En sá
hjátrúarsjúki vildi gjarnan fagna, en má það ekki, og er aö þvf
aumari. Þegar borgin er full fórna og friðþægingargjafa, er
sála þess öfgasjúka manns full angistarópa. Hann krýnir sig
með vínviöi og ber kórónuna á bleiku höfði. Hann fórnfærir
*) Innsetningar athafnirnar voru meö ýmsu móti, þegar nýtt
fólk var tekið inn í leynisöfnuði hinna ýmisu trúflokka suð-
ræn,p þjóðanna, en jafnan álitnir helgir siöir. Þannig, er
menn voru teknir inn í Mythra-kyrkjuna, voru þeir látnir
skírast í nautsblóði, taka hina svonefndu blóðskírn, er átti
að hreinsa þá af öllum saurugleik, líkamlegum og and-
legum.
-*) Guðmóður (orgé), æöi, Ifkt og fylgdi þjónustugjörð ýmsra
trúarflokka í heiðinni tíð, til dæmis Dionysiusar kyrkjunnar,
þar sem menn slógu dans og fóru hamförum eins og æöis-
gengnir.