Heimir - 22.11.1904, Blaðsíða 4
IOO
HEIMIR
meö hjartasting, hann biöur meö titrandi rödd og brennir reyk-
elsi meö skjálfandi hendi. (8)
Eg furöa mig oft á því, aö menn skuli kafla guðsafneitun
trúleysi (asebejan) og kalla þó ekki hjátrúna hiö sama. Eg kysí
miklu framar aö menn segöu um mig, aö eg heföi aldri verið til
—aö Plutarch heföi aldrei fæöst — heldur en aö þeir segöu, að
Plutarch væri maöur óáreiöilegur, svikull, skjótur til reiöi, hefni-
gjarn fyrir smámuni, ósáttfús og langrækinn á litlar yfirsjónir. (9)
Guösafneitandinn álítur, aö enginn guö sé til. Sá hjátrúar-
sjúki óskar í hjarta sínu, aö þeir væri ekki til. En hann trúir
því, og trúir á þá sér þvert um geö, því hann óttast sitt enda-
dægur. Guðsafneitandinn á ekkert sameiginlegt meö þeim hjá-
trúarsjúka, því sá hjátrúarsjúki vildi gjarnan gjörast guösafneit-
andi, ef hann þyröi aö gjöra það; en hann er of aumur til þess,
aö hugsa svo uin guöina, sem hann kynni aö æskja.
Enn fremur guösafneitandinn er ekki öfgatrúarmaöurinn,
eins og hann hefir oft veriö sakaöur um, heldur er hjátrúin aðal
orsök allrar guösafneitunar og hennar bezta réttlæting, þó eng-
an veginn sönn sé, lofsverö eöa fögur, (10.—11.)
■í?
* *
Plutarch var frægur rithöfundur um aldamótin ioo e. Kr.
Helzta ritverk hans er „Æfisögur grísku heimspekinganna", er
þýtt hefir veriö margoft á ótal tungumál. Þaö er almennt álit-
iö, aö hann hafi skrifað bók sína „De Superstitione" í tíö Nerva
keisara (96-8) sem varnarrit fyrir skoöun þeirra manna, er í þá
daga voru nefndir „eingyöismenn" (monoþeistar) eöa heiöingjar
af þeim, sem tilheyröu grísk-rómversku trúnni. Þaö má ráða
af ölln því, er Plutarch hefir ritað, aö hann hefir engirm vinur
veriö kreddukennara eöa trúarofstækismanna.
Oss datt því í hug, aö þessar smágreinar úr Plutarch gamla
væri ekki orönar svo úreltar, aö mönnum þætti ekki gaman af,
aö lesa þær enn, eöa jafnvel bera saman trúaröld vora og hans,
eftir því sem hann lýsir henni.