Heimir - 22.11.1904, Qupperneq 5

Heimir - 22.11.1904, Qupperneq 5
H E I M I R IOI Skiftiblöð og tímarit. „Aldamót, 13. ár, 1903.— í fimmta blaBi „Heimis" gát- um vér þess, a5 „Aldamót" heföi veriö send blaöinu til kaups. — Síöan hafa þau veriö send „Heimi" í skiftum, og höfum vér nú sannspurt, aö ritstjóri þeirra og eigandi hafi svo til ætlast, aö þaö heföi veriö gjört strax og þau komu út, og þaö sé því þess sök, er um útsendinguna annaöist, aö þau komu ekki fyr. Oss þótti vænna um, aö þaö skyldi standa svo af sér, heldur en hins veginn, eins og vér gátum oss til fyrst, og veröum vér því aö biöja lesendur „Heimis" aö færa þau ummæli, er vér höföum í fimmta blaöinu, yfir til útsendingarmannsins í staö ritstjórans. Hafi ritstjórinn þökk vora fyrir skiftin, eins og hinir aörir skift- endur „Heimis", þótt vér getum ekki veriö sömu skoöunar og hann á þeim málum, er „Aldamót" ræöa í þetta sinn. Þá er að minnast á innihald þeirra, er mestmegnis er eftir ritstjórann sjálfan aö undanteknum tveim smágreinum, er ekk- ert er aö athuga viö, eftir þá sr. Friörik Hallgrímsson og sr. Jón Bjarnason. Grein síra Jóns er þýðing, brot úr skáldsögunni „Adam Bede" eftir ensku skáldkonuna unitarisku, er nefndi sig George Eliot.*) Þýöingin er falleg og kaflinn merkilegur eins og flest þaö, er kona sú skrifaöi. Grein síra Friöriks Hallgrímssonar gengur út á bindindis- mál, og er hún mikið lipur framsögn hugmynda, er oft hafa ver- ið auglýstar í sambandi viö þaö mál. Þá eru kaflarnir eftir ritstjórann sjálfan. Ein þýöing er þar á smásögu eftir danskan mann, Jörgensen aö nafni, og heitir *) Þaö mætti geta þess lesendum „Heimis" til skýringar, aö kona þessi er talin meö betri rithöfundum Breta á öldinni, sem leiö. Það lá lengi sá orörómur á, aö hún heföi veriö trúlofuö heimspekingnum mikla, Herbert Spencer, í ung- dæmi sínu. Skoöanir þeirra runnu saman á fiestum mál- um, þótt þau væri að mörgu leyti ólík aö skapferli. Og í æfiminningu sinni, er Spencer skrifaöi, getur hann hennar meö ást og viröingu, þótt hann neiti, aö þau hafi nokkru sinni verið heitin hvort ööru.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.