Heimir - 22.11.1904, Blaðsíða 7
H E I M I R
103
inn. Eftir því sem Puenjer telur í trúfræðissögu sinni, þá stend-
ur Schleiermacher andvígur orþodoxíunni, er styður sig í sínum
nýrri búningi við kenningar Hegels, og eru aðalformenn hennar
þeir von Hoffmann og Philippi, er ritstj. „Aldamóta" telur læri-
feður Johnsens en lærisveina Schleiermachers.
Eftir þessu fer því ritstj. hér skakkt með sögu, cg er það
leiðinlegt, hvort heldur það er gjört af vanþekkingu eða ásettu
ráði. Sé það ^f yanþekkingu gjört, þá væri vel, að ritstj. hefði
hugföst sín eigin lagaboð, er hann öðrum setur, aö fara ekki
með það, sem hann veit ekki. En sé það vísvitandi gjört, þá
er það ekkert annað en sögufölsun.
Um.síðari hluta þessarar greinar, það, sem hann talar um
Frederik Petersen, skulum vér ekkert ségja, og trúandi er ritstj.
„Aldam." til þess, að segja þar rétt frá, því Petersen mun hafa
verið kennari hans einhvern tfma nú fyrir nokkrum árum. En
hafi próf.. Petersen verið slíkur, og hann er sagður, hefir hann
verið í hóp þeirra manna, er taldir eru vantrúarmenn hér vestra.
Vér leyfuin oss að eins að benda á þessi orð (bls. 71): „Hann
hélt því fram að þaö væri dauði fyrir kyrkjuna, að ætla sér að
nema staðar við og álíta sem öldungis fullkomna þá niðurstöðu,
er hún hefði komist að á einhverju liðnu tímabili. Það væri
heilög skylda hennar að leitast við að komast æ lengra og lengra
í skilningi og viðurkenningu sannleikans.. .. .. Mjög eindregið
hélt hann því fram, að sá guðfræðislegi búningur, er seytjándu
aldar kennararnir hefði sniðið trúfræðinni, væri nú úreltur orð-
inn og hugsunarhætti nítjándu aldar svo ólíkur og óeðlilegur, að
það væri sannleikanum til tjóns að ætla sér í einu og öllu áð
halda við hann" o. s. frv. (bls. 72): „Hann áleit það hina mestu
einkum frá hinum rómantiska skáldskapar anda, er þá stóð
með miklum blóma. Trúarskoðanir hans smá veiktust, og
hann fór að efa sannleiksgildi þeirra. Hann fór að hneigjast
meira að heimspekisstefnu Kants, ogá þeim grundvelli þygg-
ir hann flest það, er hann skrifaði um guðfræði seinni hluta
æfinnar. — Hann var gjörður að prófessor í guðfræði við
Berlinar háskólann 1810.— Merkasta rit hans er um „trúar-
lærdóminn", er kom út 1823, og vonast „Heimir" eftir, að
geta flutt lítilfjörlegt yfirlit yfir það einhvern tíma seinna.