Heimir - 22.11.1904, Síða 9

Heimir - 22.11.1904, Síða 9
H E I M I R 105 kyrkjunni og reyna að komast frain úr skuld þeirri, er á henni hvílir; en til þess er á þá heitið, að láta týra betur á trúarskar- inu. ■ Þeim er sagt, „að leggja rækt við manninn með sjálfum sér"(?) vegna þess, að það verði ávallt „eitthvað úr trúræknum rnanni", hann sé „sífelt að seilast upp fyrir sig", en „hjá hinum fari garðurinn í órækt og veröi allur illgresi vaxinn." (bls. 86)— Alls yfir eru líkingarnar í þessari ræðu eitthvað leiðinlegar og ó- eðlilegár, eins og þetta bendir til, er vér höfum þegar tilfært, engu síður en grundvöllur sá, er ræðan byggir á, nefnilegá að kyrkjuleg trú sé það eina, er gjöri manninn að manni. Þá stað- hæfingu hefði verið mikið nær að sanna fyrst, áður hún er lögð til undirstöðu nokkurra hugleiðinga, er þaðan verða að draga sitt sannleiksgildi. Þá er „Skólastjórn með enskum þjóðum", hugleiöingar um ólagið á Reykjavíkur skólanum, og yfirvöldunum heima bent á, að þeir geti fengið „planið hjá mér" og sniðið sér stakk eftir „Manitoba University". Þá er „Vestur-íslenzk menning", grein að mörgu leyti skýr og skiimerkileg, og eru í henni verðskuldaðar áminningar til vor íslendinga um það hiröuleysi, er vér sýnum í notkun alþýðu- skólanna, og um það varúðarleysi, er vér sýnum í því að hlaupa eftir hverri hrópandi rödd, er berst til vor með blöðunum. Aftur á móti er grein þessi skrifuð mjög í anda höfundarins, og kemur þar fram hans einkennilega skoðun á þvf, hvað menn- ing sé og siðgæði. Það er skoðun, sem er einkenniieg vegna þess, að hún fer öldungis í bága við texta orð greinarinnar og flest af þvf, er höfundurinn virkilega segir í greininni. Hann byrjar á því að lýsa, hversu stóra uppvakning það hafi orsakað meðal Japaníta hreyfing sú og rót það, er komist hefir á trúarskoðanir þeirra nú á seinni tíð. Og svo ber hann þetta Japanska ástand saman við ástand vort Islendinga og finn- ur hversu miklir eftirbátar vér erum. „I svo ótal mörgu situr íslendingurinn við sinn ólundar keip", segir hann, „einsog band- ingi, reyrður og bundinn viðjum vanans, hvað svo sem fyriraug- un ber." En Japanítinn skiftir um skoðanir, kastar því, sem úr- elt er orðið, en helgar sér allt hið nýjasta, er þekkingin hefir að bjóða.

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.