Heimir - 22.11.1904, Blaðsíða 12

Heimir - 22.11.1904, Blaðsíða 12
i o8 Ii E I M I R gjöra þaö, þá er kyrkjuganga þeirra ónýt og hræsni tóm. Og ef menn skoöa þaö ekki skyldu sína lengur, aö hlutast til um trú- mál, um kenningu kyrkjunnar, um nytsemi hennar fyrir land og lýö, er hætt viö, aö þá fari heldur að halla af fyrir henni úr því. Ef þaö er eitt frekar en annaö, er háir oss Islendingum, þá er þaö einmitt drengskaparleysiö, meövitundarleysiö um skyldu. Hugsunarhátturinn, aö þegar í þrautirnar reki, sé „allt af svo lafhægt aö stelast braut", er sá þjóðardraugur, er rakiö hefir spor feöra vorra um Jangan aldur og fylgir oss fast á liæla hér í þessu landi. Síöasta greinin, „Austur- og vestur-Islendingar", er ein af mörgum, er rituð hefir veriö um „hjálpina aö vesfan". Hún er aöallega svar til Guöm. skálds Friöjónssonar fyrir aöfinningar hans á „Aldam." áriö sem leiö. Margt í þessari grein er satt, og hefir margoft veriö bent á þau sömu atriöi áöur, bæöi af Jóni ritstj. Ólafsyni, Einari Hjörleifsyni og fleirum. Eins og þaö, ef Islendingar hér viöhaldi þjóöerni sínu og tungu, þá auki þaö bókaverslun þjóðarinnar aö því skapi, er keypt yröi hér vestra. Enn fremur er bent á, að öll líkindi sé til, aö meö blöðum og bréfum, er héöan eru send árlega, berist einhver ærleg og og nýt hugsun heiin, er vér höfum nurniö hér vestra. Eitt nýmæli er í grein þessari, er ekki hefir áöur veriö rætt, þaö, aö í þess staö aö gjöra samvinnuna erviöari meö undirróöri og óþarfa getsök- um, þá sé hún gjörð greiðari, en hún hefir verið, meö manna- skiftum. AÖ þeir heima taki nokkra menn héöan í sína þjón- ustu, og aö vér fáum aftur nokkra frá þeim Þetta er í alla staöi mikiö góö tillaga. En hvert mundu lögin íslenzku leyfa þvílík skifti? Mundu þau leyfa læknum vorum héöan að gegn köllun sinni þar? Mundu íslenzku prestarnir héöan fá aö gegna nokk- rum embættisverkum á Islandi, eöa þá lögmenn vorir, eöa liver- ir aörir sem væri? Meö núverandi fyrirkomulagi efumst vér stór- lega um, aö slíkt yröi leyft. En þaö er annaö, sem frændur vorir á Islandi gætu gjört, án þess aö halla lögum sínum eöa landsrétti, og þaö er, aö taka. oss með í reikninginn í því eina þjóölega félagi, er landiö á,— Bókmenntafélaginu. Þeir gætu og ættu að stofna hér þriðju deild þess félagsskapar, ef þeir vildi sýna oss hinn sama jafnað,

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.