Heimir - 22.11.1904, Blaðsíða 13

Heimir - 22.11.1904, Blaðsíða 13
H E I M I K 109 og þeii sýna öörum erlendum íslenzkum mönnum. Félagi'ö ætti aö geta grætt á því, en alls engu tapað. Stærsta smekkleysan, er vér höfum orðið varir við í þessu hefti „Aldamótanna", er í þessari ritgjörö (og í 2 köfium „Und- ir linditrjánum", „Réttlátar kröfur", „Nýtt sjónarmið"), þarsem ritstj. er að ganga eftir viðurkenningu um, að hann sé upphafs- maður að þeim stefnum, er helzt virðast einkenna seinni tíðar ritverk íslenzk. Það hefðum vér aldrei hugsað að hann mundi gjöra, jafnvel þótt hann bæri svo mikla virðing fyrir sjálfum sér, að honum finndist þetta vera rétt. Það er óneitanlegt, að slíkt hefði kom- ið betur fyrir frá einhverjum öðrum á einhverjum öðrum stað, hvort heldur krafan er r é 111 á t eða ekki. Finnist honum hann vera Messíasinn, hefði hann ekki átt að gjöra þá játningu nema við lærisvéinana— á Wesley. Málið á þessu hefti „Aldamóta" er með stiröara og lakara móti. Setningaskipunin svo frámunalega fett og aftur á bak; lýsingarorða hnoðið svo mikið, að sem næst géngur að skoða allt saman dótið sem prósaiskan leirburð frá upphafi til enda. Mest kennir þess í fyrstu ritgjörðinni, er vér höfum leitt hjá oss að athuga vegna þess, að hún er að miklu leyti sama efnis og greinin „Vestur-íslenzk menning", og vildum vér því láta eina athugasemd nægja báðum. Líkingarnar, er höfundurinn tekur, eru allar dregnar úr hinum efnislega heimi, margar fremur ólið- legar og óviðfeldnar, eins og t. d. akur hjartans, er arðurinn á að rista og skera í sundur; kornstangir á trúarakrinum; blettir á breytni manna breiðast út og ryðga o. s. frv.; andleg afkvæmi, og sjálfsagt er þar einhversstaðar minnst á andlegt undaneldi, þótt vér yrðum þess ekki varir. Það er annars leiðinlegt þetta „afkvæmis" skraf, er allsstaðar úir og grúir á hverri örk, sem út er gefin. Það er eins og forna „Phallic"-dýrkunin eigi dýpri rætur enn þá í hugsunarhætti kennimanna vorra, en almennt er viðurkennt.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.