Heimir - 01.12.1906, Síða 3
H E I M I R
171
Auönin og víöáttan er hér nóg. Enda er þegar verk það hafið
og hálfnað. Meö hverju ári eru altaf fleiri og fleiri kaliaðir á
burt. Bráöum eru þeir allir horfnir, er fyrstir leiddu þjóðar-
brot vort:, setn hér á heima, hingaÖ tii lands.
Hvort nokkru sinni verði hreyft við kumblum þeirra, er
enn þá ósögö saga. En gleymist þjóöerni vort og glatist tung-
an, er það mjög óvíst. Mörgum gleymist tiú, er þeir ganga eða
aka að sumarlagi um bygðir vorar, fram meðbleikum ökrum og
slegnum túnum, hversu eyðimörkin breyttist í blómlega bygð,
hversu brautin varö slétt og gatan gerö bein, hví kornstangirn-
ar í hópum og hnöpputn teygja sig nú mót himni og gára hæöir
og hóla. Guðhræddur maður mymdi segja, aö það væri af því
að þær væri að vegsama guð— til að geta sér einhvers til,— en
stöku nýlendusonur ætti þó að skilja það betur. Þær hafa
fengið þann frjóvgunarkraft, sem öllum er dýrkeyptari, blóð og
svita landnemans. Díf landnemanna öldnu, heilsa þeirra og
kraftar, setn til moldar eru gengin með þeim, rís upp á hverju
vori í kynja krafti og vexti kornstangarinnar til.lífs og viðhalds
börnunum, er þeir eitt sinn fluttu í faðmi sínum vestur um haf,
en sein nú er orðið vaxiö og fullorðið fólk. „Enginn getur elsk-
að vini sína meira en það að hann leggi líf sitt í sölurnar íyrir
þá" hei, og ekki börn né vandamenn. En eiga þá þau börn
að hjálpa til að grafa þá gröfrtu dýpra í gleymsku og þá lifendu
sem óðuin fækka, dýpra í þögn? Hafa þeir, sem ofar eru jörð
og nú láta mest á sér bera, unnið alt, sem hér hefir veriö gert?
Eru þeir öll sagan frá upphafi til enda? —---
Heimir játar að það eru fleiri en þeir, sem hann fiytur
tnyndir af í þetta sinn, sem „ruddu þá leið til áfangans, þar
sem við stöndum", en ef efni og aldur leyfir, verður kannske
myndasafn það stærra áður en lýkur.
*
* *
BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON
Það voru ekki eingöngu kögurbörn Islands sem fluttust af
landi burt til Vesturheims fyrri á árum. Þegar fyrst vöknuðu
vesturfarahreifingar, voru það þeir hugumstærri, er riðu á vað-