Heimir - 01.12.1906, Page 5

Heimir - 01.12.1906, Page 5
H E I M I R i/3 Brynjólfs Magnússonar og Sigríöar konu hans, er þar bjuggu iengi. Brynjólfur ólst þar upp í dalnum. Ariö 1864 hélt hann brúðkaup sitt að Alfgeirsstöðum í Efribygð í sömu sýslu, og gekk að eiga Þórunni Olafsdóttur Bjarnarsonar, húnvetnska að œtt. Fnum árum síðar fluttu þau hjón vestur í Húnavatnssýslu og reistu bú í Forsæludal í Vatnsdal. Þar bjuggu þau í 9 ár,en fluttust þá aö Skeggstöðum í Svartárdal og bjuggu þar, þar til þau Huttust af iandi burt til Ontario 1874. I Ontario dvöldust þau að eins skamina stund og fluttu sama ár til Halifax County í Nýja Skotlandi. Þar var þá að myndast dálítil íslenzk bygð nálægt kauptúni, er Musquodoboit hét, en bygðin var nefnd Markland, eftir Marklandi hinu forna. En bæði var það, að landiö reyndist hrjóstrugt og kosta- rýrt og þeir undu þar lítt hag sínum, og svo hafði líka fundist frjóara land og betra vestur í Bandaríkjunum, enda varð ný- lenda sú skammlíf. Eftir 6 ára dvöl flutti Brynjólfur þaðan; tafðist vetrarlangt í Duluth ( Minnesota og korn til Dakota 1882. Hann festi sér land vestanvert í Pembina County, er um þær slóðir var þá aö byggjast af Islendingum, sumum er komu þá frá Islandi og öðrum er um þær inundir flýöu stór- plágur Nj'ja Islands. Bær hans stóð í miðri norðurbygð svo jafn langt var milli beggja íslenzku kaupstaðanna Víkur (Mountain) og Hallson, rúmar 3 inílur enskar, og lá þjóðbrautin úr hlaði. Eins og flesturn Islendingum, var Brynjólfi þegar strax er hingað kom til lands mikið áhuguefni aö öllu því ný'tilega er menn átm í fari væri sem bezt viðhaldið og verndað frá glötun og gleymsku. Sjálfur var hann inanna fróðastur um flesta ís- lenzka hluti. Hann var kappsamur, fylginn og manna ósér- plægnastur, vinur allra vesturfara að því, að hann vildi þeirra allra heill. Hann var því sjálfkjörinn öndvegishöldur bænda þar um bygð, enda leið skammur tírni frá því hann settist að í Dakota, þar til allir nýlendubúar virtust hafa haft glögg kynni af honum og heimili þeirra hjóna varð aðalráðhús bygðarinnar, er fyrir norðan og austan lá. Hefði nýlendumenn átt aö setja

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.