Heimir - 01.12.1906, Page 6

Heimir - 01.12.1906, Page 6
'74 HEIMIR sér lög og stjórn, heföi honum veitt létt aö taka upp goöorö.því margir heföi ótrauöir kosiö aö ganga í þing með honuni. En þeir tóku ekki upp goðorö Dakotamenn þá strax, en þess varð ekki langt að bíða að þeir væri kvaddir ‘til þings og einnig að greiöa þingkáup. Eins aftur á inóti öllu því smá- lítilmótlega í íslenzku lundarfari vildi hann fyrir hvern mun koma fyrir. Heimili hans var því um langan tíma ekki ein- göngu „ráðhús" norðurbygðanna, heldur og líka „mcnningar- stöct". Það stóð við þjóðbraut. Þangaö kornu allir, er ferð áttu suöur um bygð. Þar varð ætíð stanz, því koma þurfti við hjá Brynjólfi, leita tíðinda og segja vandkvæði sín eöa þá ham- ingjustryk. í þá daga höfðu menn góða heilsu og góöa lyst, hvort heldur var fram boðið kaffi eða matur, var því oftast til húsa gengið og sezt til borðs. SIó þá í viðræöur, er ekki voru við eina fjöl feldar, bar þá oft margt á góma. Þaö voru örfáir af þeim, sem fyrstir settust að í bygðinni, sem voru lesandi á enska tungu. Brynjólfur hafði aflaö sér þeirrar þekkingar mjög snemma, gat hann því fljótt fylgst með í landsmálum, og frætt aöra um, hvaö væri að gjörast. Fyrst komiö var í nýtt land, var aö hagnýta sér þá efnalegu og and- legu kosti, er landið hafði að bjóöa. Það væri ekki að segja söguna rétt, ef slept væri aö geta þessa. Þaö var fyrir heimuglegan vingjarnlegleik til inanna, hjálp í ýmsu andstreymi, uppörvun, þýðlegt viðrnót, ramnor- rænt skapferli, er á stundum gat látið á sér bera, að Brynjólfur náði tiltrú, virðingu og vináttu manna, en ekki fyrir tilhreinsun í trú, þótt fyrir það yrði hann víðfra*gastur. Mönnum var hættulega gjarnt til þess fyrstu árin, meöan fátæktin og málleysiö var annars vegar, aö skoöa enskumælandi inenn fyrir sér, og bera með sér kúgunarsvipinn, sem fylgir svo mörgum íslenzkum fátækling. Þetta kom ekki eingöngu fram í viðskiftum viö ainerísica menn, heldur og líka gagnvart prestum kyrkjunnar, eftir að þeir eignuöust presta. Þaö var eitt meö öðru, er Brynjólíur reyndi að tala niöur í mönnum. Vestur- íslenzka þjóðlífið á ef til vill engum eins mikið að þakka.hnign-

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.