Heimir - 01.12.1906, Síða 20

Heimir - 01.12.1906, Síða 20
t 88 I-I E I M I R LESTU R E F T I R GEORG BRANDES. Þaö er alltítt í útlendum blöðum, að menn eru beðnir aö leysa úr þeirri spurningu, hverjar hundrað bakur séu beztar og hentastar í gott bókasafn. Og svörin koma: Biblían og Ró- bínson, Hómer, og Hóras, Dante og Shakespeare, Holberg og Oehlenschlager, Goethe og Mickiewitz, Racine og Pascal, Ara- ny og Petöfi, Carvantes og Calderon, Björnson og ILscn, Teg- nér og Runeberg, á ýmsa vegu alt eftir því, hvar spurt var um þetta og hverir svöruðu. En einfeldni er það af báðum, bœði þeim sem spyrja og svara, að ímynda sér, að völ sé á hundrað bókum, sem öllum væru beztar. Því ekki þarf inikla reynslu til að sannfærast um, aö jafn- vel ágætustu rit hrífa suma alls ekki, en hafamikil áhrif á aðra, og aðrit, sein mönnum finst mikið um í ungdæmi sínn, eru einskisverð fyrir þá hina sömu, þegar þeir erú orðnir fullorf n- ir. Það er nálega ekkert til, sem öllum og ávalt er gott að lesa. En þessu veita menn ekki mjög eftirtekt af því, að nú eru svo fáir sem yfirleitt geta lesið, nenna að lesa og hafa gagn af lestri sínurn. Lesturinn er að kalla íþrótt, sem smádeyr út, frá því er hver hefir lært hana. Af hundraði manna, sem kann að lesa, lesa 90 ekki annað en blöðin. Þaö er lestur, sem ekki er þreytaiídi; menn hlaupa yfir þá kafla, sem þarfnast íhugunar. Þcir sem lesa annað og meira en blöðin, lesa venjulega svo, að þeir gætu eins vel látið það ógert. Það er venjulegt viökvæði margra: „Það er ekki til neins aö tala við mig um þá bók; eg hefi víst reyndar lesið hana—að eg held—fyrir nokkrum árum-—en eg hefi þann ágalla, að eg gleymi undir eins öllu sem eg les". Flestir lesa án þess þeir veiti því mikla eftirtekt, sem þeir eru að lesa. Svo mikið er vfst að þeir gleyma þvf sem þeir

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.