Heimir - 01.12.1906, Qupperneq 23

Heimir - 01.12.1906, Qupperneq 23
H EI M I R 191 Maöurinn, sem sagöi mér aS hann safnaSi ekki bókum, sá enga þörf á því aö lesa. Hann var af hinni efnuSu borgara- stétt, og þess konar menn lesa n:jög lítið annaS en blöSin. Þeir hafa sjaldnast tíma eSa rænu til aS lesa. Sterkan áhuga og löngun til aS lesa hafa á þessum tíma þeir einir af ólæröum mönnum, sem ekki hafa tíma og efni til þess, smælingjarnir, 'Snaöarmenn og verkmenn. MeSal lærSra manna má auðvitaS iíka íinna þenna áhuga til bókanna. En hjá þessum smælingj- um er nú sá inentunarþorsti, sem gagntók hina efnuSu borgara- stétt fyrir hundraö árum, en nú er hann sloknaSur. Af hverju eigum viS aS lesa? er þá sú spurning, sem fyrst þarf aö svara. Eg vil ekki gera ofmikiö úr þeirri þekkingu, sem lestur getur veitt. Margoft er hún óhjákvæmilega ekki annaS en neySarúrbót í staöinn fyrir beina þekkingu á lífinu og heimin- um. Þaö er gagnlegra aö fara í víötækar feröir, heidur en aö lesa yfirgripsmiklar feröasögur. ÞaS er hægra aö þekkja menn- ina í lífsstörfum þeirra en meö því aö rýna eftir þeim í bókum. Eg get fariö lengra: Höggnar eöa steyptar myndir, málverk og teiknanir mestu listamanna eru lærdómsríkari en flestar bækur. Michelangelo, Tizian, Velazqez og Rembrandt hafa veitt mérdýpri þekkingu á mannlífinu en heil bókasöfn. Bækur veröum vér yfirleitt aö skoöa sem fræSi (teori). Álíka og læknirinn getur ekki lært vísindi sín af bókleítri ein- jurn, en veröur að kynna sér sjúklingana sjálfa, eins getum vér ekki lært af bókunuin, nema vér lærum jafnframt af lífinu. Ef vér höfum ekki nokkura þekkingu á mönnum, getum vér ekki einu sinni haft gagn af skáldsögu. Vér erum þá ekki færir aB dæma um þaö, hvort hann sýnir réttar eöa rangar myndir af lífinu, eins og þaS er. Þetta sést bezt á því, hvernig oft er dæmt um góöar bæk- ur. „Svona liugsar eöa breytir enginn maöur"—segja menn, sem þekkja aö eins fáa og hafa aldrei skiliö neitt af því sem fram hefir fariö í mönnunuin í kringum þá. Menn kalla bækur illa ritaöar og óeölilegar, ef þær eiga ekki viö reynslusviö

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.