Heimir - 01.12.1906, Síða 25

Heimir - 01.12.1906, Síða 25
H E I M I R 193 ig lesiö er, og aö þeirri spurningu er eg ekki korninn enn. En reyndar er óhætt aö segja, að ekkert í heiminum betri menn minna en bækur þær og ræöur, setn til þess eru geröar, ekkert hefir leiðinlegri áhrif, þó ekki sé tekið tillit til, að ekkert er jafnlangt frá allri list. Álíka og ekki er unt að ala upp börnin með því að sneypa þau stööugt, svo er ekki heldur hægt að ala menn upp með sífeldum prédikunutn. Dæmið sjálft getur stundum haft siðbætandi áhrif, ef mikið kveðut að því. Ogþað eitt. En siðkennandi bók er ekki dæmi. Allir þekkja frá barn- æsku þau boðorð, sem kenna að vera ekki eigingjarn, Ijúga ekki, svíkja ekki og gera ekki öðrutn mein. Vér þekkjum þau svo vel, að þau hafa engin áhrif á oss, enda þó þau sé sett fram í kvæði. Vér getum þvf ekki vænzt þess, að rithöfundur- inn vinni að betrun vorri; það er honum ofætlun. Vér eigum að eins að krefjast þess af honum, aðhannskrifi samvizkusam- lega og hafi hæfileika til að kenna oss eitthvað. Og vér getum forðast þær bækur, setn vér vitum að gera okkurað ónýtari mönnum. En þá erum vérkomnir að annari spurningunni: Hvad lcsum pér? Blöö. Því verður ekki neitað, að blaða lesturinn er orðinn öllurn nauðsynlegur á þessum tíma, og er oft til skemtunar. Hann færir oss líka fijótlega og (stund- um) áreiðanlega ýmsa þekkingu, sem vér þurfum aö fá, þó hún sé reyndar mjög á dreif. Vér eirum engu, þegar vér erum komnir úr rúminu, nema vér þeytum undir eins um alla Evr- ópu, Asíu, Afríku og Ameríku.------ Oss þykir líka vænt um, aö sjá vorar eigin skoðanir á þrenti, þó þær séu oft varla annað en þeir hleypidómar, sem vér höfum lært af náunganutn; vér viljurn fá þessar skoðanir skýrðai og varðar á prenti betur en vér erum færir um sjálfir. Misendis lesendur misendis blaða þarfnast líka daglegra skamta af alls konar þvættingi og þvaðri um prívatlíf manna, og eira ekki nema þeir sjái skammir í blöðunuin um þá inenn, sem eru sjálfstæðir í pólitík og öðru og hafa því ekki hylli múgans. Þetta er að minsta kosti skaplöstur Dana. Þó Danir séu orð- lagðir fyrir það, hve þeir eru mikil góðmenni, eru þeir þó í

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.