Heimir - 01.12.1906, Side 35

Heimir - 01.12.1906, Side 35
H E I M I R 203 „Hvaö er það inesta, sem þér haíið nokkru sinni fengiö, bræður mínir", spuröi prestur. „Tuttugu og fimin dalir og fimtíu og fjögm cents", svar- aöi eg. „Já, vér skulum hafa þaö í huga; vér veröum aö reyna að hafa þaö meira ef hægt er". Svo messaöi hann bæði um morguninn og eftir hádegiö. Ræðurnar voru báöar mikiö góöar, svo jafnvel bróðir Rikáll varð meira en orðsins heyrandi. Hann hrópaði endrum og eins: Aman, þegar prestur lýsti fordæmingu þeirri, sem ill- gerðainenn eiga í vændum. f>ær voru voðalegar. En þaö gerði okkur ósegjanlega mikið gott að heyra það, við vissuin hvort sem var, að við tilheyrðum þeim útvöidu og þurftum engar á- hyggjur aö bera. Svo kom kveldmessan. Litla kapellan var troöfull og eg játa, aö þaö var sjón sem gladdi geöið. Prestur talaði mikiö um kyrkjusjóðinn, og undir það síð- asta fór hann að ympra rnáls á samskotunum. Alt í einu segir hann mjög vingjarnlega og brosandi: „Kæru vinir. Eg vildi að þcssi dagurgæti orðiö ykkur eft- irminnilegur örlætisdagur. Oss er sagt að þér hafið aldrei safnað meira en $25 nokkurn sunnudag ,enn sem komið er. Vér veröum að gera betur í kveld. I morgun og nú eftir hádegið hafa samskotin orðiö að samtöldu $15.36. Nú skulum vér segja yður hvað vér skulum gera yður til upphvatningar, að þér þess fúsari framberiö drottni yðar offur. Vér komurn hér í dag með $5 seðil. Vér létum hann ekki á offurdiskinn í morgun; vér létum hann ekki á offurdiskinn eftir hádegið í dag. En hann er í vasa vorum enn. En ef þér nú hafiö simskotin upp í $45 í dag, skulum vér gefa þenna seðil, svo það verði réttir $50. En ef ekki", bætti hann við brosandi, „þá fer þessi seðill heim með oss í kvöld, og þér sjáið hann aldrei framar. En syngjum nú offursálminn, kæru bræður, og látið nú sjá hvað þér getið". Páll djákni sat við hliðina á mér og gaf mér olnbogaskot. „Þetta eru hans brögð", hvíslaði hann. „Nú skil eg hvað þeir áttu við í Burchester,er þeir sögðu mér að hafa gætur á $5

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.