Heimir - 01.12.1906, Qupperneq 36
20\
HEI MIR
seðlinum hans. En okkur verður það ómögulegt. Hann veit
að scr er óhætt; sjáðu brosið á honum!"
„Djákni", sagði eg, „við veiöum að ná þessum $5 út úr
honum einhvernveginn. Láttu ekki nokkurn n ann, konu eða
barn sleppa, þegar þú ferð eftir samskotunum".
„Trúið rnér", svaraði hann.
Það var vani hjá okkur djáknum að viö fórum með diskana
milli messufólksins meðan verið var að syngja sálminn og það-
an frarn í andyrið og töldum þar peningana, en annar skrifaði
á miða upphæðina og fengum svo prestinunr miöann, svo hann
gæti tilkynt frá stólnum hvað upphæðin væri, Það var sungin
sálmur venju fremur langur þetta kvöld, og það voru eftir
mörg vers þegar við Páll fórurn að telja. Þegar við vorum bún-
ir, horfðum viö hvor framan í annan, og loks sagði Páll:
„Fólkið rieirr gert sitt bezta, en þaö er ekki til neins
við------".
„Níu dalir 33 cent uppá $45", sagði eg. „Hann fer heim
með sína $5 aftur, sá góði mann. En skrifaðu niður fljótt".
Og hann upp með blýantinn, en stanzaði við urn eitt augna-
blik. Þeir voru rétt að byrja að syngja síðasta versið.
„Eg skal segja þér", sagði hann, „við skulum geia aðra
atrennu að hafa þá út úr lronum".
„En hvernig?"
„Hvernig. Sjáðu nú til. Tókstu eftir því aö hann harð-
lokar augunum í hvert skipti sem hann flytur bæn?'
„Já, hvað unr það?" sagði eg.
„Hvað um það. Hann hlýtur að hafa bæn nú á eftir þess-
um sálini. Og þá er tækifæri. Við skulum snrokra okkur gæti-
lega á milli fólksins og fá það ti! að gefa svolítið nreira. Og ef
það vill ekki gefa, þá að fá lánað hjá því. En þessa $9.33
verðunr við að fá. Far þú til ekkjunnar hans Allans, hún fékk
lífsábyrgðarpeninga eftir nranninn, og til Jóseps og bróður Rik-
áls. Þú getur hvíslað að þeim hvernig sakir standi, en blessað-
ur láttu hann ekki heyra hvað standi til. Eg skal gera hvað eg
get. En við skulunr bíða þangað til hann fer að biðjast fyrir.
Páll var glúrinn karl, það var það sem hann var, og eg var