Heimir - 01.12.1906, Side 38

Heimir - 01.12.1906, Side 38
2 oö H E I M I R við til að borga J. Rikáll $5.00“, Svo var það dagsett og við skrifuðum báðir undir. Rikáll horfði á iniðann, dró svo upp dalina og eg lagði svo saman upphæðina. Við hröðuðurn okkur inn í kyrkjti. Presturínn var rétt að enda við þegar eg fékk honurn miðann. ,,Er þetta rétt hjá yður?“ ,,Það er, og lofum drottinn!“ Hann varð rauöur sem glóð í framan. ,,Eg—eg verð að sjá það“, segir hann svo og roðnaöi altaf meira; ,,hvar eru peningarnir?“ Eg færði honum diskinn og hann taldi. ,,Kæru vinir“, segir hann svo. „Sarnskotin í dag hafa náð $45.07“. ,, Hallelujah!“ hrópaði allur söfnuðurinn. ,,Það hefði eg aldrei hugsað“, sagöi hann með vandræðabrosi, ,,að þessir $5 yrði hér eftir. En eg sagði að ef þér heföuð saman $45 skyldi eg bæta viö svo sanrskotin yrði $50 og við það verð eg að standa. Ef eg nú tek 7 cent af diskinom og læt $5 í staðinn, þá stendur alt heiina“. Og svo tók hann 7 centin. Þar næst sungum við útgönguversið og viö hreint hljóðuð- um það sem við gátum. En presturinn fór rakleiðis ofan úr stólnum og sagði ekki orð við neinn. Nei, hann einu sinni tók ekki í hendina á mér eða Páli, en eins og sneiptur hvolpur með skottið á rnilli fótanna æddi beint af til Burchester. Daginn eftir kom Rikáll til Páls djákna og hafði með sér handskriftina og bað um peningana. Djákninn fékk honum dalina, og tók við handskriftinni, en bætti svo við með vin- gjarnlegu brosi: „Eg ætla að prédika yíir í kapellunni næsta sunnudag, Rikáll". ,,Nú, hvað um það?“ spurði Rikáll. ,, Eg ætla að sýna þeim þenna bréfmiða og segja þeim hvað þú varst höfðinglegur í þér í gærkveldi, Rikáll“. ,,Þú skalt ekki! þú þorir ekki!“ sagði hann. ,,Jú, eg skal, eg skal segja þeim alla söguna, að þú þorðir

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.