Heimir - 01.12.1906, Side 40

Heimir - 01.12.1906, Side 40
208 H E I M I R Pistill Einars Hjörleifssonar í ,Norðurlandi‘. ---•---- Þaö hefir skilist á ýinsain, að Heimir hafi sagt of inikið eða verið of berorður í ritgerðinni: „Leiðtogarnir og blöðin". Oss er það að vísu ekki mikill harmur þótt eiuhverjir kunni að h'ta svo á það mál. Það er skoðun vor, að hver saga ætti að segjast eins oghún er, en ekki vera færð í stýl kaffi-snakks eða bæjarslaðurs. Það er bæði veigalítil kurteisi og vesall fínleiki, sem ekki þola að sagt sé satt. í þessu efui inætti benda þeini hinum söinu á kafia þann, er hér fer á eftir, úr grein éftir Einar Hjörleifsson í „Norðurlandi": *• ■íf ■5Í- „Ungir menn gcta verið andlegir karlfauskar, fullir af siná- stnuglegri hagsinuna græðgi, vindþurkaðir af hrokabelgingi og þar fram eftir götunuin. Og gráhærð gamalmenni geta veriö æskuinenn í andlegum skilningi, fullir af þrá eftir sannleik og réttlæti og fullir af lotningu fyrir sannleiks- og freísís-baráttu, hvar sem hún er háð. Mennirnir sjá ekki út úr augunum fyrir öllu, sem þeim er ætlað að hafa hliðsjón á.—Þeim er ætlað aö varast þaöaðspilla á nokkurn hátt fyrir sér eða afkoinendum sínum efnalega. Þeiin er ætlað aö gæta þess vandlega að engir missi traust á þeim— ekki heldur vitleysingjarnir. Þeim er ætlað að taka ekki að sér nokkurn sannleika, sem á einhvern hátt getur spilt fyrir þeim fiokki, sem þeim tilheyrir. Þeim er ætlað að segja engan sann- leika, se.n geturorðið hleypidómafullum inönnum til ásteyting^ ar.—Þessari runu mætti h'alda áfram, eg veit ekki hvað lengi. Alt af er verið að hlaða utan um mennina haugum af því, sein þeir eiga að taka til greina. Alt eiga þeir að taka til greina— nema sannleikann, það, sem þeir sjálfir telja sannleika. Þeir æskumenn, sem eg á við og mér stendur ekki á sama um, finnaog sjá að þetta er andstygð. Og ekki eingöngu and- stygð, heldur líka aðalháskinn. Með þessum haugum er veriö að teppa uppgönguaugun í lífslindum þjóðfélagsins. Með þeim er verið að gera það ljós, sem í mönnunum er, að myrkri, eins og mestur spekingur inannheímsins hefir að orði kveðið—sá, sem var krossfestur fyrir að vera ófáanlegur til þess að taka nokkurn skapaðan hlut til greina annan en sannleikann." Ritstjóri síra Rftírnvuldur Pétursson, Winnipeg. Prentari: Gísli Jónsson, Winnipog Man.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.