Heimir - 01.12.1908, Blaðsíða 16
I
HEIMIR
Sama er mér. Eg sáttur er,
þeir sjái mína galla.
Þeir eru Ijúfast lánið mér
lífsins daga alla.
Þaö, sem flestum þykir bezt,
þaö er oftast magrast.
Það, sem lýta þykir mest,
þaö.er sumura fagrast.
Skapari, eg þakka þér,
þú mér lætur skína
gallana, sem gafstu mér—
gimsteinana mína.
Dr. Chas. W. Eliot.
' ♦ • ^R. ELIOT, forseti Harward háskólans, er talinn fremsti
Dfræöimaöur Ameríku nú á þessum tíma. I rúm 40 ár
hefir hann veitt háskólanum forstöðu, og hefir um all-
an þann tíma sýnt staka stjórnvizku, því margur hefir
sagt, að engu minni vandi væri aö stjórna svo stórri
stofnun og gjöra alla hlutaðeigendur ánægöa en þó um
lmi heilt ríki væri að ræöa. í stjórnartíö hans hefir skól-
anum farið ákaflega mikiö fram. Hann var helzti skóli lands-
ins, og hann er þaö enn meö miklum afburðum. Eignir hans
hafa margfa dast, svo þær skifta tugum milljóna nú, nemenda-
tala þrefaldast og kennaratala vaxið aö sama skapi. Margvís-
legar umbætur hefir hann gert í kennslu fyrirkomulagi skólans,
svo sem aö setja viss inntökuskilyröi, og aö þeim fullnægöum,
aö leyfa nemendum að velja sinn eiginn veg gegn um skólann.
Fjöldi ritgjörða og bóka liggja eftir hann, uin mentamál, kenslu-