Heimir - 01.12.1908, Blaðsíða 17
H E I M I R
137
aðferöir o. s. frv. Embætti sitt hefir hann hafið svo, að nú er
það álitið einhver virðingarmesta staðan í Bandaríkjunurn. Dr.
Eliot hefir verið ágætlega vinsæll nraður.
Það þótti því iniklum tíðindum sæta á þessu hausti, er
hann tilkynti skólaráðinu, þann 5. Nóv., að hann léti af embætti
með vorinu. Hefir hann þá útent 40 ára tíma sem forseti.
Voru margar getur leiddar að því vegna hvers hann segði af sér,
því hann er enn við ágætis heilsu og ern og ungur í anda, þótt
hann sé orðinn hálf áttraður, (f. 20. Marz, 1834).
Orsök fyrir uppsögn sinni vildi hann ekki tilgreina um leið
Dr. Chas. W. Eliot.
og hann sagði af sér. En svo söfnuðust margir háskólanemendur
í kring um hús hans kveld eitt eftir, sungu skólasöngva og
húrruðu fyrir minni lians, kom hann þá fram á vindsvalirnar
og hélt ræðu fyrir þeim. Honum fórust orð á þessa leið:
„Koma yðar í kvöld hefir vakið hjá mér fögnuð og þökk.
I gær var eg beðinn að segja ástæður fyrir uppsögn minni, en
eg neitaði því. I kveld finn eg mér skylt að segja yður það í
fám orðum. Það hefir verið komið með ýmsar tilgátur en eng-
ar sannar. Því hvorki er eg karlægur né þreyttur, og enn sem
komið er, að svo miklu leyti sem eg veit, er heilsa mín í bezta