Heimir - 01.12.1908, Blaðsíða 19

Heimir - 01.12.1908, Blaðsíða 19
H E I M I R 139 Sí5an uppsögn Eliots varö hljóBbær hefir hver mentastofn- unin á fætur annari, í Ameríku og Bretlandi, keppst við aö láta í ljósi viröingu sína fyrir persónu og starfi hans. Dr. Eliot liefir alla æfi veri einn fremsti leiðtogi Unítara, og er sonur hans, eins og kunnugt er, forseti Ameríkanska kyrkjufélagsins. Nú á þessu síöasta ári tók Dr. Eliot að sér, ineö tveimur öörum mentamönnum þar evstra, aö safna æfi- atriöum lrelztu leiötoga þeirrar kyrkju á öldinni sem leiö, og kemur sú hók út vonandi á þessu næsta ári. Ætti hún aö veröa að mörgu fróöleg. Otal fleiri starfa hefir hann leyst af hendi í þarfir félagsins, Ahrifa hans veröur þar lengi vart, þegar hans missir viö, engu síöur en í mentamál.um Vesturálfu. cV f;;-- o- -; 'j.r> '*'<*■‘-S'- ElGINGIRNl. VID byggjum heimiliö okkar handa okkur sjálfum, en ekki fyrir aöra." Þessi orö heyrði eg töluð fyrir löngu síöan, af lukkulegum ungum, nýgiftum hjónum, sem voru að bvrja feröina gegn um lífið, hvort viö annars liliö. Oröin fundust mér hljóöa svo sönn og skynsamleg. Þá var eg líka ung og óreynd og haföi svipaöar skoöanir og þau. Ekki hugsaöist mér aö þessi orö heföu í sér fólgna neina sjálfs- elsku, sem þýddi sama sem viö erum lukkuleg og þurfurn því ekki aöra en okkur sjálf. Svo leiö eitt ár, þá heimsókti eg þessi hjón, því konan var vinkona mín og skólasystir. Þau reyndust glöð og lukkuleg hvort meö annaö. Svo liðu nokkur ár og eg kom oft til þeirra. Nú var kon- an oröin talsvert hreytt, átti nú 4 börn og þóttist eg viss unr aö nú væri hún á tindi sannrar lukku, en því var ekki svo varið.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.