Iðunn - 01.01.1887, Page 8
2
Jónas Jónasson:
J>að vai' auðhéyrt, að prófastrinn var að áminna
bændr um að muna eptir sér; það væri sæmilega
kominn gjalddaginn.
Séra Sigurðr kom altaf framfyrir á milli, og tal-
aði fáein orð fram í það, sem menn voru að tala
um í stofunni, horfði á rneðan yfir þá, sem voru
að sötra kaffið, og svo, þegar hann var búinn að
horfa nóg, og finna þá, sem hann vildi, veik hann
sér að þeim og sagði vingjarnlega :
»Má eg fá að tala við yðr fáein orð, Jón minn»,
eða hvað sem hann nú hét, sá sem til var talað.
— Einn af sóknarbændum hét Geir; haun bjó á
sóknarenda, á bæ þeim, er hét á Hrútabrekkum.
Hann var með efnuðustu bændunum í sókninni.
J>að kom loksins að því, að prófastr kallaði á
Geir innfyrir.
Geir brá hendinni upp í hárið og strauk það út
af hægrameginn, og stóð upp til þess að fylgja
prófasti.
þegar innfyrir kom, bauð prófastr honum að
setjast á annan stólinn, enn settist sjálfr á hinn.
Hann tók blöð af borðinu, leit á þau, og sagði
síðan :
»J>að er nú kominn sá tími, sem eg á heimting
á aðfá tekjur mínar, eins og þér líklega kannizt við,
Geir minn !»
»Jú, nærri fer eg um það — enn livað á eg að
gjalda ?«
»J>ér hafið tíundað 17 hundruð og búið á 15
hundraða jörð, og í þessar báðar tíundir eigið þér
að gjalda tíu álnir eða hátt á sjöttu krónu, og svo
stendr enn óborgað líksöngseyririnn eftir hana Önnu