Iðunn - 01.01.1887, Page 10
4
Jónas Jónasson:
sundr, og ritaði á hann reikninginn, og fekk Geiri;
hann braut hann saman og stakk honum í vasa
sinn.
Enn í því bili sem þeir voru að standa upp, var
eins og prófastinum dytti nokkuð í hug ; hann snori
sér að Geiri og sagði :
»Já, það var alveg satt, Geir minn, þér eigið líka
að borga mér offr.
»A?»
»Já, þér erfðuð Hrútabrekkurnar í fyrra, og eruð
svo í offri».
»Jú, það er alveg og aldeilis satt, svona er minn-
ið mitt».
»Að muna ekki að þér áttuð Brekkurnar».
»Nei nei, ekki það, það er nú of skamt síðau eg
eignaðist þær til þess að eg myndi ekki eftir þeim,
prófastr góðr,— nei, að eg átti að borga yðr offrið»,
sagði haun og glotti um leið.
»Jæja, svo minni eg yðr þá á það núna», svar-
aði prófastr, og var ekki trútt um að heyrðist á
mæli hans, að honum líkaði miðr ; »eða trúið þér
mér ekki ?»
»Hvað — jú jú jú, sízt datt mér í hug að rengja
yðr — enn hvað er ofl'rið mikið, prófastr góðr ?»
»f>að er tíu krónur».
»Nri».
»Mér hafa ævinnlega verið borgaðar tíu krónur í
ofí'r hjá þeim sem það hafa átt að borga».
»Já, eg tel það svo sem víst —.enn viljið þér
ekki gera svo vel og setja það á reikninginn líka
fyrir mig», svaraði Geir, og rétti honum miðann.
»Og sussu nei, þess þarf ekki — það er hægr