Iðunn - 01.01.1887, Page 15
OffVið.
9
sjálfkjörinn til þess að láta eitthvað til sín taka í
einhverju; enn í hverju, var hann ekki fullráðinn.
Hann hafði mentun allgóða, eftir því sem með
bændum gerist á Islandi, en hvorki hygni, þrek né
gætni að því skapi.
Hann hafði lært að láta bera á sér, en ekki lært
að gera það á réttan hátt.
Hann feldi þunga áfellisdóma um þing, stjórn,
yfirvöld og presta, enn kunni þó ekki að sétja ann-
að í staðinn.
Hann sagði þingið gerði ekki annað en eyða pen-
ingum til einskis, stjórnin vildi í öllu traðka ís-
lendinga ofan í saurinn; jrfirvöldin æti upp lands-
sjóðinn, enn gerði ekki neitt annað, og prestarnir
gerði ekki annað en liirða tekjur sínar í sem rífleg-
ustum mæli.
Hann mældi alla presta á sama kvarða og síra,
Sigurð á B.; um aðra vissi liann lítið með sönnu.
— jpegar hann kom heim, var honum borin sú
fregn í bæjardyrunum, að honum hefði fæðzt sonr
um daginn.
Honum hafði ekki fyrri orðið barna auðið ; hann
varð því svo glaðr, erhann frétti þetta, og það með,
að hvorutveggja liði vel, móðurinni og barninu, að
hann gleymdi prestinum, offrinu og reiðbuxun'
um hálf'nneptum upp á kné og þaut inn i bað-
stofu.------------------
Geir var ekki alinn upp þar í sveit.
Hann var fæddr og upp alinn í næstu sýslu.
i’ar hafði hanu kynzt bræðrum tveim, Birni og
3?órði að nafni.
|>eir voru synir prestsins í sókninni þar sem hann