Iðunn - 01.01.1887, Page 22
Jónas Jónasson:
lö
bréfið glottandi, eins og honum hefði dottið eitt-
hvað yfirburða ágætt f hug.
Svo, þegar hann var búinn, rétti hann það að
Birni.
Björn las sem eftir fylgir:
„Háæruverðugi og hávelborni herra prófastur!
Samkvæmt því sem okkar fór á inilli á uppstigningar-
dagskvöld læt eg ekki undandragast lengr að senda yðr
það sem yðr ber af gjöldum frá mér, og reiknast mér
það þannig:
Jarðartíund af 15 hdr. og lausafjártíund af
17, hdr. 9,6 ál. á °/65 ............... 5,28 a.
Líksöngr eftir Önnu sáh ræðulaus, 6 ál. . 3,30 -
Offr (ekki 10 kr. heldr) 8 ál. á sömu °/66 4,40 -
Skírnartollr 3 áh, kirkjuleiðslugjald 2 ál,‘=
5 ál.................................... 2,75 -
sem alt samanlagt gerir eftir mínum reikningi Í5,73 a.
Eg verð nú að biðja yðr að fyrirgefa tvent í þessum
skilum: fyrst það, að ofi'rið reiknaðist mér ekki hærra
enn þetta eftir lögunum, þó að það beri ekki alveg sam-
an hjá okkr, og svo, að egsendi yðr hér með lögboðinn
skírnartoll og kirkjuleiðslugjald, til þess að það komi í
yðar hendr í tíma, án þess að eg ætli mér að ómaka yðr
tii þeirra starfa í minar þarfir í bráð.
Með einstakri auðmýkt og undirgefni
yðar
Geir Ásmundarson“.
»Er það ekki gott hjá mér?» sþurði Geir, þegar
hann var búinn að lesa.
»Jú, það er gott í sjálfu sér, enn er þér alvara
með þetta sem þarna stendr, að láta hann ekki
skíra strákinn þinn?«
»Jú«.