Iðunn - 01.01.1887, Page 23
Ofi'rið.
17
»Hefrðu nokkuð upp úr því ? ekki svo sem það
sé búið að samþykkja nein lög um það enn«.
»Jú, lög um leysing á sóknarbandio.
»JÚ, það er víst, en ertu búinn að kjósa þér
annan prest ?«
»Nei«.
»það verðrðu að gera«.
"það er ekki til néins fyrir þig; það eru ekki
kornin í gildi þau lög, og verðr kannske seint«.
»Eg er nú búinn að fá það nóg af síra Sigurði,
með allan hans hroka og ranglæti, að eg vil ekk-
ert af honum þiggja eða saman við hann sælda;
hann er einhvernveginn svoleiðis, að flestum hér
í prestakalliuu er heldr í nöp við hann«.
»Og fyrir hvað helzt ?«
»Hann fer illa með landseta sína á kirkjujörðun-
Um, heimtar öll gjöld sín með harðri hendi á vor-
um, og grunr manna er, að hann heimti þau ríf-
lega reiknuð, er hlutsamur í sveitamálum, og nöpr-
legr í öllum framlögum til' sveitar, og svo er hann
heldr ónotinn og stoltr við menn, að minnsta kosti
suma, og setr sig svo sem dómara yfir þá«.
»Jæja«, sagði Björn glottandi, »enn er hann það
nú ekki ?«
»|>ú ræðr nú því, hvað þú heldr um það, enn svo
er hann nii þar fyrir utan bráðónýtr prestr; það
er ekkert gagn í nokkurri ræðu hjá honum, og svo
ef nokkuð kemr fyrir í sveitinni, þá má maðr eiga
það víst, að fá það ofan í hausinn á sér úf stóln-
nm eins og slettur og sneiðir ; það fellr mönnum
vérst við hann«.
Iðunn V.
2