Iðunn - 01.01.1887, Page 25
OftVið.
19
líka til margir, og eg vil segja íleiri, sem eru þvert
á móti«.
»það getr verið«.
“Ef þú hefir nú lýst síra Sigurði rétt, þá er liatm
að sönnu mesti gaur, það verð eg að segja, og þér
varla láandi, ef þér gengr ekki annað til enn sið-
ferðisleg gremja, enn margt má þó til sanns vegar
fasra fyrir honum ef vel er að farið«.
“A ! lof mér heyra !«
"Já, hann hefir rétt til að ganga eftir tekjum sínum
1 réttan tíma, til að vera siðavandr og vanda um
siöferði manna, ekki sízt fyrst hann er reglumaðr
sjálfr ; eg álít að hann sé einn af þeim skárri, þeim
sem eru annars heldr af lakara taginu; enginn
Qiundi geta felt liann þó hann vœri klagaðr#.
»Og ekki ef hann hefir heimtað ofhá gjöld ?«
»Hann lét þig ekki narra sig til að setja það á
retkninginn, og svo mun vera um aðra; það hafa
engir hendr í hári hans«.
»Hann fer illa með landseta sína«.
»j?eir taka jarðirnar með ókjörutn og afarkostum,
skrifa undir ósvífin byggingarbréf, og mega svo
Þegja eins og þú«.
Geir hristi höfuðið, honum blöskraði röksemda-
færsta Bjarnar.
»Já, svona er það, kunningi«, hélt Björn áfram,
»þó að bölvað sé. Séra Sigurðr breytir illa sem
þrestr, enn það verðr ekki á því haft; ranglætið
getr hann fóðrað í skínandi skrúða skyldurækni og
vandlátrar réttvísi, og safnar svo glóðum elds yfir
höfðum ykkar, sem dirfist að kvarta; liann er f
2*