Iðunn - 01.01.1887, Page 26
20
Júnas .Tónasson :
kærleikum við yfirvöldin, stjórnin hefir krossfest
hans hold með dannebrogskrossi sama árið og hon-
um fórst bezt við ekkjuna í Múla: tók af henni
kúna fyrir gamlar gjaldaskuldir, sem sumir efuð-
ust um að væru til — enn komst hann ekki út af
því þegar klagað var ? eg man ekki betr enn Jón
á Höfðalæk, sem var fyrir hennar hönd, fengi útlát
fyrir ranga og logna málshöfðun — eða var ekki
svo ?
»Jú«.
»Jæja, þar sérðu, hvort það er við lambið að
leika sér, við slægan mann og vilhallan dómara;
enn þó að síra Sigurður sé nú brellinn í sumu,
einkanlega að því leyti að vera heldr ágjarn, eins og
sagt er þeir sé nú sumir heldr enn ekki, blessaðir,
þá segi eg þér satt, að það er margr verri enn
hann«.
»það er nú líklega satt — viltu ekki bæta í hjá
þér ?«
»Jú takk — og eg þekki þá fleiri enn einn og
fleiri enn tvo margfalt verri enn hann ; hann er á-
gjarn, drembinn í anda, og vill láta alt ganga eft-
ir sínu höfði í sveitinni, hvort sein hann fer fram
á rétt eða rangt; enn hann er ekki óreglumaðr,
það ber honum enginn á brýn«.
»Nei, það má hann eiga«.
»Jæja, þá er mikið fengið. Eg held ekkert hafi
eins vond áhrif á söfnuðinn eins og drykkjuskapr ;
eg þekki prest, sem varð að styðja út úr kirkj-
unni á eftir h'ki, sem hann var að jarða; það varð
að stýra á honum hendinni meðan hann kastaði á
rekunum, og svo valt hann um á grafarbakkanum,