Iðunn - 01.01.1887, Page 28
22
Jónas Jnnasson :
segja mér írá áðan og hans nóta; og þeir eru því
miðr margir !«
»Já, í því er eg þér samdóma ; enn hann verðr
varla afsagðr í heimasókninni sinni, því að hann
hefir oftast þann sið að fylla sóknarbændrna eftir
messu þegar hann messar heima, ef það hefir þá
orðið messa, sem stundum er ni\ misbrestr á, svo
að þeim þykir ofboðs-vænt um hann«.
»Jæja ?«
»Jæjæja, þeir segja bara : »þetta er bezti maðr og
mesta greiðaskinn, ef hann gæti nokkuð«, og það er
líka satt, hann er vænn maðr að mörgu leyti fyrir
utan brennivínið«.
»það má vel vera, enn er það ekki nóg ?«
»JÚ, enn þetta brennr svo víða við; séra þórðr
bróðir minn hefir tvo, sinn við hvora hlið; annar
er mesti drykkjuhundr, og bæði skammast og guð-
lastar við hvern sem vera vill, þegar hann er fullr,
og hefir einusinni verið settr inn fyrir ölæði í kaup-
stað; enn hinn fæst nú við annað, sem ekki er betra«.
»Nú, hvað ?»
»þekkirðu ekki haun séra Magnús, sem þeir
kalla Mera-Magnús; eg held þér sé kunnugt um
hann».
»Jú, sei sei já».
»þetta eru alt ungir prestar; þeir eru flestir skárri
þeir eldri».
»Og jæja, kaunske sá sem drakk úr lekabyttunni
um árið?»
»Jæja, hann var ekki gamall heldr !»
»það getr nú annars verið; enn hvaða gagn er
að þessum mönnum, nema hirða tekjur, og vekja