Iðunn - 01.01.1887, Side 29
Offrið.
23
hneyksli og gefa hneyksli hvar sem þeir eru; mér
finst það langt fyrir neðan sóma minn og allra
vandaðra manna, að geta þegið prestsverk af öðrum
eins skepnum ; þeir eru fyrirlitnir, og það leiðir af
sjálfu sér, að það sem þeir fara með, verðr líka
fyrirlitið og að engu haft».
»þetta á sér opt stað, það hefi eg heyrt og séð
með mínum eigin augum og eyrum, enn það getr
nú verið hæpið vaðið þar á milli; það er eins og
menn kunni aldrei að velja úr því illa það góða og
færa sér það í nyt, heldr fitskúfa menn öllu, bæði
íllu og góðu, þegar svo er komið; enn reyndar er
mér það vel kunnugt, að góðar kenningar hjá svall-
sömum og óvönduðum presti hafa enga þýðingu ;
þær drukna allar í syndaflóði prestsins».
»þá tekr nú steininn úr, þegar þeir kenna aldeilis
þvert á móti því, sem þeir gera og segja fyrir al-
heimsins augum ogeyrum, undir eins og þeir koma
úr kirkjunni, eins og kann að vilja til fyrir séra Sig-
urði mfnum, þegar hann prédikar um sanngirni og
fréttaburð ; nei, heldr enga presta enn slíka presta,
burt með þá alla», sagði Geir, brýndi raustina, stökk
upp af stólnum og hvesti augun á Björn vin sinn,
»eg segi yfir þeim öllum og um þá alla í eiuu hljóði:
»Vei þeim, sem hneykslunum veldr»».
»það tek eg undir, enn hverjum ?»
»Prestunum náttúrlega*.
»Hægan, kunningi», sagði Björn ofr-rólega og
brosti við, tók glasið sitt og saup út úr því, »seztu
nu niðr aptr og vertu rólegr; prestunum, segir þú;
]U, það hvflir á þeim óttalegr eiðr, og þvf óttalegri
úbyrgð, ef illa fer fyrir þehn í þessa átt; enn þeir