Iðunn - 01.01.1887, Page 30
‘M
Jónas Jónasson:
eru menn, breyskir, og gerðir éins og aðrir inenn, og
lifa eins og þeim er lagið eftir holdi, munni og maga,
eins og gengr. þoir verða tilflnningarlitlir fyrir
prestsvérkum sínum, og ganga að þeim eins og
vinnumaðrinn að orfinu sínu, verja til þeirra sem
skemstum tíma að hœgt er, og lifa eins og þeim
lætr bezt; viltu fyrirdæma þá fyrir þetta?»
»Eg veit það ekki», svaraði Geir í hálfgerðu ráða-
leysi, »ekki er það prestslegt».
»Og langt í frá, enn það verðr nú svo að vera ; eg
veit ekki hvort hræsni og skinhelgi færi betr eða
yrði heilladrýgri á vorri öld, það mundi þó alt af
gægjast út um götin það sem innifyrir er; enn al-
varleg vandlætingasemi yrði ekki til annars enn úlf-
úðar milli prests og safnaðar, ef farið væri strangt
eftir bókstaf laganna; þá yrði þó sú villan argari
enni fyrri, að þeir verði að vera eins og þeir eru
mennirnir til, og að menn verði að gera sér þá að
góðu».
»Enn þá eru þeir ekki prestar, nema til að hirða
það sem þeim ber, og svo vil eg ekki hafa þá
neina».
»Enn ef þeir nú léyfa sér að áminna og setja
ofan í við menn fyrir það, hvernig þeir breyta illa
og ranglega, þá reiðist þið strax, kallið það slettur
og skammir og öllum ónöfnum, og þykist ekki skyld-
ugir að þola slíkt».
»Já, ekki nema stundum».
»Nei, þetta er ekki rétti vegrinn ; þú níðir þarna
góða viðleitni; það er ekki víst það sé svo fyrir það
hjá séra Sigurði; eg er liræddr um hann hugsi nú
kannske ekki alveg um það kristilega í öllu sínu