Iðunn - 01.01.1887, Page 32
26
Jónas Jnnasson:
eiðrofar fyrir dómi samvizku sinnar, ef hún kvikar
nokkurn tíma; enn þetta hróp vil eg syngja hátt
fyrir öðrum, fyrir þeim, sem senda söfnuðum lands-
ins þessa menn til varðveizlu ; þeir vita hvaða menn
þeir senda, hvaða menn þeir sæma ábyrgðarríku
embætti; þeir hljóta að vita, að slíkir menn verða
aldri annað enn stétt sinni til smánar og söfnuðun-
um og öllu trúarlífi til niðurdreps, og eru svo aðal-
sökin í öllu saman; það er biskupinn og yfirvöld
landsins, sem eru sekust; þeim er sama, ef þeir
annars fá að njóta launa sinna í friði og ró, um
alla ábyrgð, alla siðsemi og alt safnaðarlíf, ef þeir
bara geta sett eitthvert nafn til þess að þjóna em-
bættunum. Fyrir þeim mönnum, sem þetta skipa,
hrópa eg þessi orð. »Vei þeim», enn iiinum svo
á eftir».
Og um leið og Björn hélt þessa ræðu með hækk-
andi róm, eins og hann væri að ausa út dreggjun-
urn af sannfæringu sinni, hækkaði hann í sætinu
smámsaman, þangað til hann var staðinn upp; hann
tók svo glasið sitt og saup á því.
»0g upp á það drekk eg þetta- glas í botm>, sagði
hann, hringdi við Geir og tæmdi.
— Og þeir héldu áfram samtali sínu um góða
stund ; enn vér hirðum eigi að tilgreina meira af
því; kjarninn og þráðrinn úr því hefir verið tekinn
hér upp.
Enn hvað sem öðru leið, bjuggu þeir uin bréfið til
prófastsins, og létu innan í það peningana áðr enn
þeir hættu.
Geir hélt því fast fram að láta ekki prófast skíra
barn sitt.