Iðunn - 01.01.1887, Page 39
Ofi'rið.
33
„Nú fyrirfarandi hefir óðalsbóndi Geir Ásraundarson
a Hrútabrekkum hér i sókn sýnt mér ýmisskonar mót-
þróa og ósvífni sem sóknarpresti, og nú síðast hefir hann
fdkynt mér það með liáðbréfi, að hann „ætli ekki að ó-
maka mig til“ að skíra barn það, sem honum er nýlega
fsett. Enn ]>ar eð eg ætla eigi, að nefndr Geir liafi
kastað allri trú, svo að mér sé kunnugt, mun hann leita
til einhverra af yðr, velæruverðugu bræðr, til þess að
skíra fyrir sig, fyrst hann ætlar eigi að hafa mig til þess.
Ef hann skyldi þvi leita til yðar, velæruverðugi bróðir,
þá vona eg, að þér gleymið eigi hinni ]>ýðingarmiklu
stöðu yðar, svo, að þér látið hafa yðr fyrir verkfæri í
köndum óhlutvandra manna til þess að gera ófrið og
óreglu i söfnuðum hér, og banna eg yðr því gersamlega
að veita honum nokkura áheyrn i þessu máli, ef liann
tw þess á leit.
Ef þér mót von minni þrátt fyrir þetta vilduð styðja
nefndan Geir i ]>verúð hans og |>rjózku, mun eg leita
niíns krenkta réttar á annan hátt.
B. d. 11. júní 188—.
Sigurör Egilsson,
héraösprófastr, R. af Dbr.“
Af bréfi þessu skrifaði hann svo mörg eintök sem
Prestar voru margir í prófastsdœminu.
Síðan sló hann utan um þau og læsti þeim.
það var komið langt fram á nótt, þegar hann
var búinn með allar þessar bréfaskriftir.
Honum var nú sýnu léttara enn áðr.
það lá við, að honum fyndist tilvinnandi að fá
ekki hærra offr frá Geiri enn lögin heimiluðu og
bréfið tiltók, ef honum hepnaðist að neyða hann til
að biðja sig að skíra.
Iðunn. V.
ð