Iðunn - 01.01.1887, Page 44
38
Jónas Jónasson:
»|>að var rétt, Eiríkr minn», svaraði prófastr og
glotti við.
»Svo fór eg nú samt inn í stofuna, þegar átti að
fara að skíra, og svo gekk það nú altsaman af með
miklum söng og sköllum, eius og nærri má geta ;
hann hefir svo hljóðin, þessi Björn».
»Var prestrinn í nokkurri hempu?»
»Onei, hann var hempulaus; þeir voru eitthvað
að tala um það áðr, að það væri þýðingarlaust í
sjálfu sér, eins og hver önnur gamaldags vana-
heimska, sagði Björn ; séra þórðr tók undir það;
þá spurði Geir svona, hvort það væri þá ekki líka
gamaldags vanaheimska, að vera að þessari skírn;
Björn gegndi því litlu, enn séra þórðr brosti hara
og sagði: Eruð þið þá sona iunan rifja hérna í
sveitinni? og svo varð hlátr úr öllu saman; eg hugs-
aði sona til yðar, prófastr góðr, ef þér hefðuð verið
hjá þessum déls gárungum».
»Sleppum nú því, Eiríkr minn — skírði hann þá
hempulaus ?»
*Ojá — hann lót sig hafa það».
»Hafði hann þá nokkura bók ?»
»Nei, eg held hann hafi kunnað það utan að;
mér heyrðist það vera líkt og vant er».
»Hæpið er það nú líklega, enu það verðr nú víst
að vera við það».
»Jú það er víst, og það held eg hann hafi skírt
það rétt».
»Var margt þarua við?».
»Ojá, það voru Brettuhjónin og Björn þessi,
skírnarvottarnir, Efri- og Neðri-bala hjónin ogstrák-
arnir, og einar þrjár stúlkur frá Fossi, eitthvað frá