Iðunn - 01.01.1887, Page 46
40
Jónas Jónasson :
vai' víst annaðhvort eitthvað lélegt, eða þá einhver
skömmin, því að þeir skellihlógu að því».
»So—heyrðirðu þá nokkuð nefna mig á nafn?».
»Ojá, ja, lítið var það nú; eg heyrði Geir sagði
einu sinni, af því hann var farinn að verða há-
talaðr, að það skyldi aldri framar fréttast, sagði
hann, að hann leitaði yðar; enn svo var Björn
eitthvað að segja honum, að það væri þýðingar-
laus þrjózka, hann hefði ekkert upp úr því, þó
að það væri aldrei nema rétt gert, enn þá sagði
Geir, að hann mætti fara norðr og niðr, horngrýtis-
prófastrinn, fyrir sér, hann skyldi aldrei gráta hann
úr helju; sér væri hreint aldeilis sama, hvoru meg-
in hryggjar hann lægi, sér væri alveg sama, hvort
upp á honum snori, kjaptrinn eða kaninn».
»Sagði hann það?» spurði prófastr, og hvesti aug-
un á Eirík ; honum var farið að renna í skap.
»Ojá,—ja—já, eittlivað var það svoleiðis og eklci
betra, trú’ eg ; nei, ekki var það fallegra».
»Ertu’ ekki að ljúga núna, Eiríkr ?»
Eiríkr blimskakaði augunum upp á prófast, glotti
ögn 1 kamp, og sagði:
»Onei, sei sei nei, það var alveg satt, það var
sona».
f>að kvað svo ramt að, að prófastr fann, að Eiríkr
hallaði sögunni við.
»Jæja, látum það svo vera; hélt það svo Iengi
áfram að drekka?»
l
»Svo fór það að djöflast og dansa, þegar það var
alt orðið hálffult og verra til, enn eg sá mér ekki
til neins að fara að bíða eftir því; eg fór; eg var
búinn að fá nóg af að sjá til þess».